EGIL Á KASTLJÓSTÍMA!

Það var gaman að hlusta á heimspekinginn Zizek ræða hugðarefni sín í Kiljunni í gær. Framsetning öll var mjög hröð og allt lagt undir. Aldrei orðavant á miklu andans flugi. Ég og sonur minn 12 ára sem horfum gjarnan saman á Kiljuna þurftum langa upprifjun að loknum þætti til að vera vissir um að við hefðum náð einhverju af því sem frá þessum ágæta manni kom. Egill Helgason á þakkir skyldar fyrir að færa okkur nær því sem verið er að hugsa úti í hinum stóra heimi. Kiljan er án efa besti fjölskylduþáttur sem sjónvarpið býður uppá og mætti vera á kastljóstíma til að mæta betur þörfum yngri aðdáenda.
Bjarni

Fréttabréf