AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2008
Það var gaman að hlusta á heimspekinginn Zizek ræða hugðarefni
sín í Kiljunni í gær. Framsetning öll var mjög hröð og allt lagt
undir...Kiljan er án efa besti fjölskylduþáttur sem sjónvarpið
býður uppá og mætti vera á kastljóstíma til að mæta betur þörfum
yngri aðdáenda.
Bjarni
Lesa meira
...Ég er gáttuð á fréttum af fatastyrkjum og sporslum til
stjórnmálamanna og þykir mér augljóst að þeir verði að gera grein
fyrir sínum málum, ekki bara Björn Ingi Hrafnsson, sem allir
einblína á, heldur aðrir stjórnmálamenn einnig. Á baksíðu DV kom
fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hefði einnig fengið fatapeninga án þess þó
að upplýst væri hve mikið þetta væri. Hafa stjórnmálamenn VG þegið
...
Hafdís
Lesa meira
...framganga Guðjóns Ólafs var eins og við mátti búast... en
hvað skyldi Björn Ingi hafa fengið í bakið? Víst er að ekki var það
venjulegt þursabit. Og þar sem mér þykir mikill sjónarsviptir að
Birni Inga Hrafnssyni úr pólitíkinni tel ég fulla ástæðu til þess
að bakmein hans verði skoðað miklu betur en gert hefur verið. Þá er
ekki ólíklegt að fleiri stjórnmálamenn þurfi einnig á bakeftirliti
og rannsóknum að halda...
Þórður
Lesa meira
...Það er kaldhæðni örlaganna að daginn sem við fögnum því að
100 ár eru liðin frá því konur tóku fyrst sæti í borgarstjórn skulu
borgarbúar horfa upp á ósvífnasta valdabrölti karla um langt skeið.
...Góðu fréttirnar og reyndar þær stærstu finnst mér vera sú mikla
samstaða sem Vinstri græn, Samfylking, Framsókn og Margrét
Sverrisdóttir hafa sýnt. Þau koma fram sem ein heild þrátt fyrir
erfiða tíma og er ég sannfærð um að þáttur Svandísar Svavarsdóttur
sé mikill í þessari samtöðu. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég mun
mæta í Ráðhúsið til að sýna andstöðu mína á í dag...
Guðrún Sveinsdóttir
Lesa meira
...Síðan er það hnífafólkið. Mér sýnist fleiri en Guðjón Ólafur
með hnífasett í bakinu. Óheilindin grassera, hnífsstungur,
ósannindi og óheilindi. Er þetta Reykjavík í dag? ...myndin sem ég
sendi þér segir það sem segja þarf...
Þorgrímur
Lesa meira
Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir allt gamalt og gott
og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þinghaldið byrjar vel á nýju
ári: Árni Þór hóf leikinn með breiðsíðuárás á fjármálaráðherrann og
fer mjög faglega að. Við borð liggur að maður kenni dálítið í
brjósti um þennan gæfulitla hrossalækningameistara. Erindi mitt að
þessu sinni er reyndar þessi einkennilega frétt Morgunblaðsins í
gær um að Sultatangavirkjun sem ku framleiða ein 120 megavött er
óstarfhæf um þessar mundir og er talið að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Getur verið að Árni Páll ætti að færa sig yfir í
Sjálfstæðisflokk eða er Samfylkingin virkilega orðin svona hægri
sinnuð? Spyr sú sem ekki veit. Mér fannst Árni Páll vera að segja
að framtíðin væri áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar um ókominn tíma. Ef svo er þá spyr ég hvort það sé
ekki ráð fyrir félagslega þenkjandi kjósendur Samfylkingarinnar að
færa sig um set og flytja sig yfir í Vinstrihreyfinguna grænt
framboð?
Sunna Sara
Lesa meira
Í 24 Stundum lýsir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra,
því yfir að honum líði vel í ríkisstjórninni. Í Silfri Egils lýsir
Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir
að sér líði afar vel í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar ... Hefur þú skýringu á því Ögmundur, hvers vegna
stjórnarsinnar eru svona uppteknir af því að tala um vellíðan sína
í ríkisstjórn?
HaffI
Lesa meira
Mig langar bara að þakka þér Ögmundur fyrir góða grein þína
varðandi læknaritara, ekki veitir okkur af stuðningi. Ég hef verið
læknaritari alla mína starfsævi og finnst mjög vegið að mínum
starfsheiðri með þessari framkomu...
Læknaritari
Lesa meira
Sem læknaritari á Landspítala vil ég þakka þér fyrir þína góðu
grein hér á heimasíðunni og stuðning við málstað
læknaritara...
Læknaritari á Landspítala
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum