AÐ HRUNI KOMINN 2008
Rakst á þetta: Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við
Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og .. Hættum að
skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og
byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05
þann 1. jan. 2009. Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á
gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því
nýja. Og ef við ...
Kristján
Lesa meira
Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau
verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að
verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum. Þetta
henti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í haust, nánar
tiltekið 14. október þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi hans til
laga um breytingu á lögum um kirkjugarða...
Þjóðólfur
Lesa meira
Til langframa getur það aldrei gengið, að verðtrygging á
íbúðarlánum taki ekki mið af verðmætabreytingum á því húsnæði sem
lánið er bundið við. Ég veit að þetta getur verið nokkuð snúið
í úrvinnslu en ekki óyfirstiganlegt. Þetta verður einfaldlega að
vera það, ef það á að verðtryggja húsnæðislán. Annars eru
húsnæðislánin alltaf í bullandi eignaráni frá þeim sem eru með
húsnæðislán. Eignaupptaka heitir það í málfari hagfræðinga.
Jafnræði verður að ríkja milli bankans og þess sem tekur
lánið. Við erum með í gangi vísitölu sem við köllum
fasteignamat, með því að það mat yrði gert nákvæmara t.d. eftir
...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
Margir hafa farið illa út úr söfnun viðbótarlífeyrissparnaðar
hér á landi vegna óvarlegra fjárfestinga sumra sjóðsstjóra þeirra
og tapið stórt hjá sumum. Mér fannst vera í farvatninu fall á
þessum sjóðum í árslok 2007 og hvatti þá fólk til að setja þetta
allt saman yfir á 100% verðtryggða reikninga og í dag er þetta fólk
vel sett. Þess vegna hvet ég alla sem leggja þetta framlag sitt til
hliðar að koma því strax í öruggt skjól í 100% verðtryggða
reikninga og sýnist mér að sumir bankarnir ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég skil ekki þá sem horfa nú til Evrópubandalagsins í ljósi
viðbragða ríkjanna til fjármálakreppunnar þar sem hvert ríki er með
sér lausnir fyrir sig. Hollendingar þjóðnýttu Rebobankann í
Hollandi þvert á vilja Belga og Lúxenborgara þar sem þessi banki
starfaði líka. Þjóðverjar slitu sig úr samstarfi við önnur ríki
innan bandalagsins við lausn sinna mála einnig Bretar. Bretar, sú
hernaðarþjóð, hræddist stjórn okkar og þjóð það mikið að þeir
settu á okkur hryðjuverkalög. Sýnir þetta okkur ekki að hver hugsar
um sig þegar á hólminn er komið? Nema Íslendingar sem ætla að gefa
fiskimiðin og orkuna fyrir evruna. Þetta er sveitamennska ekkert
annað, banvæn hugsun fyrir land og þjóð. Þessi tilhneiging
að...
Norðlendingur
Lesa meira
Ísland er land allsnægta þar sem svo til allir hafa þak yfir
höfuðið og raunverulegt hungur er enn afar fáheyrt. Flestir hafa
atvinnu og aðrir njóta styrkja til þess að sjá sér og sínum
farborða. Við verðum að leggjast á eitt að svo verði áfram og við
eigum enn tækifæri til þess að halda okkar góða samfélagi í
jafnvægi þrátt fyrir þá atburði sem hér hafa gerst undanfarið. Ég
geri ekki lítið úr fjárhagslegu tjóni þeirra sem misstu hlutabréf
eða bankabréf síðasta haust en hafið í huga að við komum án
veraldlegra auðæfa í þennan heim og förum yfir móðuna miklu án
þeirra. Þegar talað er um fátækt verður mér snögglega hugsað til
tveggja augnablika í mínu lífi. Ég var staddur í Bóliviu, Suður
Ameríku í október árið 1999 ásamt ...
Þórarinn Ívarsson
Lesa meira
...Að undanförnu hafa borist fréttir af ofurgróða Finns
Ingólfssonar. Finnur verður seint vændur fyrir óheiðarleika af
sínum vinum. En hvenær er komið nóg? Græðgin gleypir sálina og
spillir henni. Þegar þorri þjóðarinnar tapar, raka stóreignamenn
gróða, gríðarlegum gróða. Hvað þessi dauðlegi maður hyggst gera við
sinn mikla gróða er á huldu. Gunnar Dal heimsekingur kennir að
þegar fjáraflamenn hafa sankað að sér 100 milljónum þá verði það
auðurinn sem stýri lífi þeirra en ekki þeir sjálfir. Einu sinni
fyrir langt löngu veðjuðu tveir landeigendur í gömlu ensku
nýlendunum í Norður Ameríku um það hvort þræll sem gefið væri
frelsi, kæmi aftur. Þeir sögðu við þann ófrjálsa...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
...Þeir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki
til að aflétta ánauð fólks á Íslandi en hyggjast áfram styðja
lénsherra kvótaauðsins eiga að stíga til hliðar fyrir næstu
alþingiskosningar og viðurkenna í auðmýkt fyrir þjóðinni ótta sinn
við fésýslumenn. Þetta á ekki síst við ykkur Vinstri græna sem ég
hef þrátt fyrir allt vonast til að væruð boðberar nýrra gilda í
íslensku samfélagi. Nú er sem aldrei fyrr tækifæri og ástæða til að
reisa við gróandi mannlíf allt um kring landið með því að gefa
fólkinu leyfi til að nýta þá auðlind sem rænt var af því með
atbeina fulltrúa þess á Alþingi. Ekki tæki nema fáa mánuði að
breyta sjávarplássunum í eftirsótt byggðarlög með vaxandi atvinnu,
bjartsýni og hækkandi fasteignaverð. Þegar upp er staðið Ögmundur
þá er gott og heibrigt ...
Árni Gunnarsson frá Reykjum
Lesa meira
Var að lesa heimasíðuna þína eins og ég geri á hverjum degi og
gladdist yfir því að sjá þú skyldir taka frá einn dag til þess að
næra sjálfan þig. Ég upplifði það nú í fyrsta sinn að sjá
skýra stefnu VG sem birt var eftir flokksfund hjá ykkur nú
nýverið...Ég er hissa á því að enginn fjölmiðill skyldi gera sér
mat úr umælum Bjarna Harðasonar fyrrverandi framsóknarþingmanns sem
hann viðhafði í sjónvarpsviðtali en þar sagði hann að menn innan
Framsóknarflokkins úr viðskiptalífinu hefðu fyrirskipað að
flokkurinn skyldi halda áfram stjórnarsamstarfinu eftir síðustu
kosningar hvað sem það kostaði. Í ljósi þessara ummæla
fyndist mér að allir flokkar kæmu ...
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
...Bankarnir voru reyndar svo almennilegir að hlaupa undir bagga
með ævisöguritara forsetans þegar greiðslurnar úr launasjóði
rithöfunda voru á þrotum. Það varð nefnilega að koma þessum
"stórmerkilega" súpermannbæklingi út. En hvað gerði ævipenni
forsetans þegar hann var spurður um greiðslurnar frá bönkunum,
hversu háar þær hefðu verið. Hann bar við bankaleynd! Ég spyr: er
það forsetanum sæmandi að sætta sig við svona vinnubrögð og almennt
að láta einkafyrirtæki fjármagna ævisögu sína? Einhvern tíma hefði
það þótt saga til næsta bæjar á Íslandi en í spillingarbæli
kapítalismans virðist ekkert heilagt nema hjónaband
valdastéttarinnar og auðstéttarinnar. Hverju hafa
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að
...
Þjóðólfur
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum