AÐ HRUNI KOMINN 2008
Rakst á þetta: Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við
Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og .. Hættum að
skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og
byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05
þann 1. jan. 2009. Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á
gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því
nýja. Og ef við ...
Kristján
Lesa meira
Atvikin á lífsleiðinni eru óútreiknanleg en eitt er víst - þau
verkast jafnan þannig að allir menn lenda í því einhvern tíma að
verða óbærilega fyndnir, jafnvel af grafalvarlegum málum. Þetta
henti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í haust, nánar
tiltekið 14. október þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi hans til
laga um breytingu á lögum um kirkjugarða...
Þjóðólfur
Lesa meira
Til langframa getur það aldrei gengið, að verðtrygging á
íbúðarlánum taki ekki mið af verðmætabreytingum á því húsnæði sem
lánið er bundið við. Ég veit að þetta getur verið nokkuð snúið
í úrvinnslu en ekki óyfirstiganlegt. Þetta verður einfaldlega að
vera það, ef það á að verðtryggja húsnæðislán. Annars eru
húsnæðislánin alltaf í bullandi eignaráni frá þeim sem eru með
húsnæðislán. Eignaupptaka heitir það í málfari hagfræðinga.
Jafnræði verður að ríkja milli bankans og þess sem tekur
lánið. Við erum með í gangi vísitölu sem við köllum
fasteignamat, með því að það mat yrði gert nákvæmara t.d. eftir
...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
Margir hafa farið illa út úr söfnun viðbótarlífeyrissparnaðar
hér á landi vegna óvarlegra fjárfestinga sumra sjóðsstjóra þeirra
og tapið stórt hjá sumum. Mér fannst vera í farvatninu fall á
þessum sjóðum í árslok 2007 og hvatti þá fólk til að setja þetta
allt saman yfir á 100% verðtryggða reikninga og í dag er þetta fólk
vel sett. Þess vegna hvet ég alla sem leggja þetta framlag sitt til
hliðar að koma því strax í öruggt skjól í 100% verðtryggða
reikninga og sýnist mér að sumir bankarnir ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég skil ekki þá sem horfa nú til Evrópubandalagsins í ljósi
viðbragða ríkjanna til fjármálakreppunnar þar sem hvert ríki er með
sér lausnir fyrir sig. Hollendingar þjóðnýttu Rebobankann í
Hollandi þvert á vilja Belga og Lúxenborgara þar sem þessi banki
starfaði líka. Þjóðverjar slitu sig úr samstarfi við önnur ríki
innan bandalagsins við lausn sinna mála einnig Bretar. Bretar, sú
hernaðarþjóð, hræddist stjórn okkar og þjóð það mikið að þeir
settu á okkur hryðjuverkalög. Sýnir þetta okkur ekki að hver hugsar
um sig þegar á hólminn er komið? Nema Íslendingar sem ætla að gefa
fiskimiðin og orkuna fyrir evruna. Þetta er sveitamennska ekkert
annað, banvæn hugsun fyrir land og þjóð. Þessi tilhneiging
að...
Norðlendingur
Lesa meira
Ísland er land allsnægta þar sem svo til allir hafa þak yfir
höfuðið og raunverulegt hungur er enn afar fáheyrt. Flestir hafa
atvinnu og aðrir njóta styrkja til þess að sjá sér og sínum
farborða. Við verðum að leggjast á eitt að svo verði áfram og við
eigum enn tækifæri til þess að halda okkar góða samfélagi í
jafnvægi þrátt fyrir þá atburði sem hér hafa gerst undanfarið. Ég
geri ekki lítið úr fjárhagslegu tjóni þeirra sem misstu hlutabréf
eða bankabréf síðasta haust en hafið í huga að við komum án
veraldlegra auðæfa í þennan heim og förum yfir móðuna miklu án
þeirra. Þegar talað er um fátækt verður mér snögglega hugsað til
tveggja augnablika í mínu lífi. Ég var staddur í Bóliviu, Suður
Ameríku í október árið 1999 ásamt ...
Þórarinn Ívarsson
Lesa meira
...Að undanförnu hafa borist fréttir af ofurgróða Finns
Ingólfssonar. Finnur verður seint vændur fyrir óheiðarleika af
sínum vinum. En hvenær er komið nóg? Græðgin gleypir sálina og
spillir henni. Þegar þorri þjóðarinnar tapar, raka stóreignamenn
gróða, gríðarlegum gróða. Hvað þessi dauðlegi maður hyggst gera við
sinn mikla gróða er á huldu. Gunnar Dal heimsekingur kennir að
þegar fjáraflamenn hafa sankað að sér 100 milljónum þá verði það
auðurinn sem stýri lífi þeirra en ekki þeir sjálfir. Einu sinni
fyrir langt löngu veðjuðu tveir landeigendur í gömlu ensku
nýlendunum í Norður Ameríku um það hvort þræll sem gefið væri
frelsi, kæmi aftur. Þeir sögðu við þann ófrjálsa...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
...Þeir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki
til að aflétta ánauð fólks á Íslandi en hyggjast áfram styðja
lénsherra kvótaauðsins eiga að stíga til hliðar fyrir næstu
alþingiskosningar og viðurkenna í auðmýkt fyrir þjóðinni ótta sinn
við fésýslumenn. Þetta á ekki síst við ykkur Vinstri græna sem ég
hef þrátt fyrir allt vonast til að væruð boðberar nýrra gilda í
íslensku samfélagi. Nú er sem aldrei fyrr tækifæri og ástæða til að
reisa við gróandi mannlíf allt um kring landið með því að gefa
fólkinu leyfi til að nýta þá auðlind sem rænt var af því með
atbeina fulltrúa þess á Alþingi. Ekki tæki nema fáa mánuði að
breyta sjávarplássunum í eftirsótt byggðarlög með vaxandi atvinnu,
bjartsýni og hækkandi fasteignaverð. Þegar upp er staðið Ögmundur
þá er gott og heibrigt ...
Árni Gunnarsson frá Reykjum
Lesa meira
Var að lesa heimasíðuna þína eins og ég geri á hverjum degi og
gladdist yfir því að sjá þú skyldir taka frá einn dag til þess að
næra sjálfan þig. Ég upplifði það nú í fyrsta sinn að sjá
skýra stefnu VG sem birt var eftir flokksfund hjá ykkur nú
nýverið...Ég er hissa á því að enginn fjölmiðill skyldi gera sér
mat úr umælum Bjarna Harðasonar fyrrverandi framsóknarþingmanns sem
hann viðhafði í sjónvarpsviðtali en þar sagði hann að menn innan
Framsóknarflokkins úr viðskiptalífinu hefðu fyrirskipað að
flokkurinn skyldi halda áfram stjórnarsamstarfinu eftir síðustu
kosningar hvað sem það kostaði. Í ljósi þessara ummæla
fyndist mér að allir flokkar kæmu ...
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
...Bankarnir voru reyndar svo almennilegir að hlaupa undir bagga
með ævisöguritara forsetans þegar greiðslurnar úr launasjóði
rithöfunda voru á þrotum. Það varð nefnilega að koma þessum
"stórmerkilega" súpermannbæklingi út. En hvað gerði ævipenni
forsetans þegar hann var spurður um greiðslurnar frá bönkunum,
hversu háar þær hefðu verið. Hann bar við bankaleynd! Ég spyr: er
það forsetanum sæmandi að sætta sig við svona vinnubrögð og almennt
að láta einkafyrirtæki fjármagna ævisögu sína? Einhvern tíma hefði
það þótt saga til næsta bæjar á Íslandi en í spillingarbæli
kapítalismans virðist ekkert heilagt nema hjónaband
valdastéttarinnar og auðstéttarinnar. Hverju hafa
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að
...
Þjóðólfur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum