Fara í efni

RÁFAÐ UM SKÓGINN

Stundum er haft á orði að fólk sjái ekki skóginn fyrir trjánum  þegar það einblínir á einstaka þætti máls en áttar sig ekki á heildarsamhengi hlutanna.  Ekki veit ég  hvort það er vísvitandi gert hjá „Þingskapameirihlutanum" á þingi, sem þið kallið svo, að hamast á því að deilurnar um ný þingskapalög hafi eingöngu snúist um lengd ræðutíma. Ég hef sannfærst um að svo var  alls ekki og þótti mér það koma skýrt fram í máli þínu í Silfri Egils í gær. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar,  sagði málið einvörðungu hafa snúist um ræðutíma.  Reyndar er mér ekki ljóst  eftir að hlusta á málflutning Sivjar, hve skýra sýn hún hefur á þetta mál yfirleitt. Það er varla svo gott að hún einblíni á einstaka tré heldur ráfi hún um skóginn stefnulaust. 
Sunna Sara