Fara í efni

HEILBRIGÐISRÁÐ-HERRA VERÐUR AÐ SVARA RÖKUM MEÐ RÖKUM

Ég þakka fyrir að þú skulir vekja athygli á grein Rúnars Vihjálmssonar, prófessors í heilsuhagfræði, um íslenska heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Ég las þessa grein og er ég þér sammála um að þeir sem nú stýra ferðinni í heilbrigðisráðuneytinu verða að svara röksemdum manna á borð við Rúnar, áður en þeir setja allt upp í loft. Ágæt grein Gunnars Alexanders Ólafssonar, sem þú einnig vitnar í, hafði farið framhjá mér en Dahlgren að sjálfsögðu ekki enda augljóst að þú reynir að vekja athygli á skrifum hans á heimasíðu þinni og í blaðagreinum hvenær sem færi gefst. Hvers vegna er ekki hlustað á þessa menn?
Haffi

Heill og sæll Haffi. Ekki get ég svarað fyrir aðra. Ég segi þó að ég tel að þeir sem ráða nú í heilbrigðismálum eru uppteknari af hugmundafræði en dómi reynslunnar. Þess vegna vilja þeir fyrst framkvæma og síðan skoða hvort reynslan hafi ekki örugglega verið þeim hagstæð. Það hefur hún yfirleitt ekki verið. Verst að við skulum þurfa að bíða þar til öllum verður ljóst hvers konar rugl það er að knýja heilbrigðiskerfið niður í frjálshyggjufarið.
Kv,
Ögmundur