Fara í efni

GUÐLAUGUR OG SLÁTURFÉLAGIÐ

Oft hefur þú verið óvæginn við pólitíska andstæðinga en nú er mér nóg boðið. Að tengja heilbrigðisráðherra landsins, Guðlaug Þór Þórðarson, við Sláturfélag Suðurlands finnst mér svo ósmekklegt að engu tali tekur. Þetta gerir þú á ísmeygilegan hátt með fölsuðu myndefni. Þakka ég guði fyrir að þú ert hættur á Sjónvarpinu - svo mikið hafið þið kommarnir afbakað margt afbragðs myndefnið í gegnum tíðina. Og leyfa nú tækniundur hins frjálsa markaðar, sem þið rauðliðarnir berjist auðvitað gegn af alefli, mun fullkomnari falsanir en áður þótt tilgangurinn hafi auðvitað verið annar með uppfinningum eins og til að mynda Photoshop og öðrum myndvinnsluforritum. Þegar safaríkir ávextir frjálsrar og óbeislaðrar hugsunar eru annars vegar hagið þið ykkur gjarnan eins og rónarnir gagnvart áfenginu - þið komið óorði á flest sem ætlað er til uppbyggilegra og jákvæðra athafna. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og von um bót og betrun; þótt seint sé.
Sigurfljóð Hermannsdóttir