AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2007
...Mér finnst gott að vita að þið eruð allavega ekki til sölu og
það eiga margir eftir að sjá eftir að kjósa Samfylkinguna og aðra
flokka sem gerast þjónar valdsins hvenær sem það býðst. Ef þið
verðið borin ofurliði í þinginu og málfrelsi fólksins í gegn um
ykkur sem kaus ykkur sem sína fulltrúa tekið af ykkur þá verðið þið
að fara út í þjóðfélagið og heyja ykkar baráttu þar...
Guðmundur frá Hofi
Lesa meira
Það gladdi mitt femínista hjarta þegar ég sá forsíðumyndina af
ykkur Steingrími Joð í vikublaðinu Austra í gær. Þarna
finnst mér þið sýna samstöðu í verki með þingfélaga ykkar, Kolbrúnu
Halldórsdóttur, umvarðandi þá lit-kyngreiningu sem enn tíðkast...
mig langar að biðja þig Ögmundur minn að birta...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ungar konur elska best,
þær óttast vart sinn herra.
En sá sem konur svíkur mest
má sjálfur tár sín þerra.
Hafðu bæði háð og spott,
hörku skalt þú sýna,
aðeins það er gilt og gott
sem gleður sálu þína.
...
Kristján Hreinsson
Lesa meira
Frábær þótti mér myndskreytingin við grein þína um
einkavæðingartal formanns Læknafélagsins. Það er engu líkara en
formaðurinn telji lækna gjörsamlega óháða umhverfi sínu - að
störfum á tunglinu. Ríkið hefur aldrei læknað neinn, sagði Birna
Jónsdóttir, formaður lækna! Það er nefnilega það. Bara rosalega
klárir læknar. En þegar kemur að því að greiða á reikninginn? Þá er
hægt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Í tilefni allskyns áforma um hátæknifyrirtæki s.s.netþjónabú og
önnur í þeim anda, væri ekki tímabært að ráðamenn menntamála og
þingmenn hugleiddu eitthvað um iðnmenntun á Íslandi. Það er á
hátíðlegum stundum rætt um eflingu byggða og nauðsynlegt sé að opna
háskóla í hverju plássi en enginn nefnir að það þurfi kannski líka
fólk með annarskonar menntun til að framkvæma hugmyndir og smíða
uppfinningar háskólamannanna. Mér er sagt að í næsta
útskriftarárgangi Iðnskólans í Reykjavík séu fjórir
rafeindavirkjar. Hverjir eiga að tengja búnaðinn og halda ...
Þór Ólafsson
Lesa meira
Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar í Sjónvarpinu þykir mér
kærkomin sending. Þátturinn er bæði skemmtilegur og innihaldsríkur.
Hafi Egill og Sjónvarpið lof og prís fyrir. Eitt þarf þó að
laga. Þátturinn þarf að vera fyrr á kvöldin. Ég man að þú
gagnrýndir það einhverju sinni Ögmundur, að íslensk
verðlaunadagskrá um palestínska flóttamenn var sýnd seint um kvöld,
á eftir nokkrum erlendum sápustykkjum. Á sú gagnrýni ekki einnig
við um ...
Grímur
Lesa meira
...Þvert á móti á að stefna að því að bæta og uppfæra allan
opinberan rekstur í heilbrigðisgeiranum, stanslaust! Þú mátt
bóka það Ögmundur, að það verður ekki betur gert með
einkaframtakinu en hinu opinbera! Það hefur hvergi í heiminum
tekist betur gagnvart hinum sjúku, að einkaframtakið taki við
hjúkrunargeiranum af hinu opinbera. Í Bandaríkjunum er rándýrt
einkarekið heilbrigðiskerfið bókstaflega að hrynja um sjálfa sig
vegna ofurkostnaðar og getuleysis! Auðvitað er líf og hjúkrun
tryggð þeim sem hafa nóga peninga þar sem auðvaldið ræður lögum og
lofum. Það á hins vegar ekki við um "gráan" almenning sem verður að
líða. Fólk verður að íhuga þetta, áður en það
verður of seint! Staðreyndirnar blasa
við...
Helgi
Lesa meira
...Á að koma upp þessu nýja skrifræðisbákni umræðulaust? Það
vill svo til að ég tala af reynslu sem starfandi læknir í Svíþjóð
um árabil, tiltölulega nýkominn heim í kerfið hér, sem þrátt fyrir
allt er ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Staðreyndin
er nefnilega sú að innan heilbrigðiskerfis verður ALLTAF togstreita
um fjármagn. Aldrei gleyma því. Sú togstreita verður ekki úr
sögunni með þessari nýju stofnun Guðlaugs Þórs,
heilbrigðisráðherra. Hún er fyrst og fremst sett á laggirnar
til að einkavæða heilbrigðisþjónustuna...
Læknir
Lesa meira
...Var það misskilningur hjá mér að til stæði að hraða
afgreiðslu á frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlaun
ráðherra, þingmanna og fl.? Verður frumvarpið ekki afgreitt fyrir
jól?
Haffi
Lesa meira
...Það gladdi hjarta mitt í liðinni viku að heyra
tilfinningarnar vella í brjósti Guðfríðar Lilju, varaþingmanns þíns
Ögmundur, þegar hún beindi máli sínu til ríkisstjórnarinnar og þá
sérstaklega Samfylkingarinnar, út af virkjunaráformum í Þjórsá.
Stjórnarsinnar á þingi og í kjölfarið einnig fjölmiðlar, túlkuðu
ummæli Lilju sem árás á sveitarstjórnir, sem eiga land að Þjórsá.
Þannig tókst að firra Samfylkinguna, sem fer með umhverfismálin
ábyrgð! Ósköp var það ódýrt og vesælt. Lilja var fyrst og síðast að
gagnrýna þau sem bera ábyrgð á umhverfismálum á Íslandi. Ég heyrði
frammíköllin á þingi þegar Lilja tók upp hanskann fyrir Þjórsá.
Frammíkallarar reiddust því sem hún hafði fram að færa. Þeir
reiddust málefnalegum rökum hennar og ákalli hennar um að þyrma
náttúruperlum í Þjórsá. En þó þetta lið hafi reiðst er ég sannfærð
um að...
Sunna Sara
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum