ÓNANÍ Á LJÓSVAKNUUM

Sæll Ögmundur.
Fyrir skemmstu skrifaði Jón Þórarinsson þér bréf. Þar sagði Jón að ekki hefði gengið eftir sá spádómur "að Rúv myndi loga stafna á milli eftir að það yrði hlutafélagavætt". Ég held að ástandinu í RÚV megi í augnablikinu líkja við kraumandi eld í mosa sem er að verða að skógareldi. Engar fréttir berast af því hvernig rekstrarsnillingurinn útvarpsstjórinn ætlar að rétta af bullandi tap á fjölmiðlinum. Mér er sagt að uppsafnað tap sé um 520 milljónir kóna. Annað sem dagskrársnillingurinn útvarpsstjórinn hefur borið inn í RÚV í dagskrá er sá leikur að eldi sem helst verður líkt við "ónaní" dagskrárgerðarmannsins. Dagskrárgerðin felst í að láta viðmælendur gráta í Kastljósi. Nýju hámarki náði dagskrárgerðamaður í iðju sinni í þættinum í kvöld þegar ung stúlka var látin gráta frammi fyrir þjóð sinni í beinni. Svo mjög naut stjórnandi útsendingarinnar að sjá viðmælanda gráta að hann gat ekki stillt sig um að sýna okkur það ítrekað aftur í stað þess að hlífa stúlkunni. Hvoru tveggja eru eldar Jón og Ögmundur. Annað háð smekk og siðferði. Hitt tengt vonlausum rekstrarhæfileikum,
kv.
Stefán

Fréttabréf