ENGIR SÝNILEGIR ELDAR Í RÚV

Kæri Ögmundur.
Því var spáð að Rúv myndi loga stafna í milli eftir að það yrði hlutafélagavætt, það hefur ekki ennþá gengið eftir.
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Komdu sæll Jón. Ekki minnist ég þessara spádóma sem þú nefnir. Ýmsu öðru var hins vegar spáð og að þegar til lengri tíma litið væri það til ills að hlutafélagavæða RÚV, fyrir starfsmenn og eigendur RÚV, íslensku þjóðina. Ég hef mikla sannfæringu fyrir því að þessi verði raunin. Um alla þætti þessa máls og þá sérstaklega hver framvindan verður í málefnum starfsmanna er enn margt á huldu en skýrist væntanlega á næstu vikum og mánuðum. Þá beinum við sjónum okkar að nýju að RÚV. 
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf