FRÁLEITUR BOÐSKAPUR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS

Hvað finnst þér um ályktanir sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Ráðleggingar til ríkisstjórnar um að hækka ekki laun opinberra starfsmanna og huga að því að flytja inn erlent vinnuafl frá löndum utan Evrópusambandsins til að minnka spennu á vinnumarkaði (? með lægri launum?) stakk mig og mér finnst leitt að sjá engan gagnrýna þessar ráðleggingar. Mig langar líka að vita afhverju þessi nefnd var hér og hvert hennar markmið er?
Kveðja,
Bergþóra

Þakka þér bréfið Bergþóra. Ég tek heilshugar undir með þér. Þessi tónn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er gamalkunnur. En það er rétt að þessi mannskapur kemst nánast gagnrýnislaust upp með að predika öfgafulla markaðshyggju nánast án gagnrýninna spurninga eða fyrirvara af hálfu fjölmiðlafólks. Boðskapnum er þvert á móti slegið upp sem stórasannleik eins fráleitur og hann er. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eitt helsta tæki auðvaldsins í heiminum til þess að opna sér leið inn í hvern krók og kima heimsbyggðarinnar. Þetta hygg ég að sé markmið heimsókna af þessu tagi: Liður í stöðugu trúboði markaðshyggjunnar. Að þessari stofnun eigum við aðlid og erum því samábyrg. Ræður sem fluttar hafa verið á fundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á okkar vegum hafa ekki allar verið okkur til sóma! Sjá t.d.
HÉR
Sjá einnig
HÉR og
HÉR
HÉR
Ögmundur

Fréttabréf