AÐ HRUNI KOMINN Maí 2007

HEFÐIR ÞÚ SKRIFAÐ SVONA FRÉTT?

...Hefðir þú skrifað svona frétt á gamla RÚV? Þetta er reyndar dæmigert um gagnrýnislausa - eða kannski hlutdræga - fréttamennsku, sem nú tíðkast í alltof ríkum mæli. Í kvöld var sagt frá því í hinu opinbera hlutafélaqi RÚV, að SA og ASÍ tækju nýrri ríkisstjórn afar vel. Síðan var birtur viðtalsbútur við forseta ASÍ þar sem hann kvaðst "hóflega bjartsýnn" en reynslan yrði að kveða upp sinn dóm. Gefa þessi ummæli tilefni til fullyrðinga RÚV ohf.?
Gamall hippi eða ef til vill ungur, spurning um ljósár eða jafnvel ríkistjórn.

Lesa meira

FRÉTTASKÝRENDUR OG BJÖRN BJARNASON

...Ég vona að við séum mörg sem bíðum eftir því að fréttaskýrendur og leiðarahöfundar taki til alvarlegrar umræðu áhrif auðmanna á opinberar umræður með auglýsingum, og með því að hafa menn í vinnu. Kannske þurfum við að bíða jafn lengi eftir umræðum um það eins og viðbrögðum við því að tugur atkvæða Íslendinga í útlöndum voru ónýtt fyrir mistök. Er það ekki álíka alvarlegt fyrir lýðræðiselskandi þjóð og ef upp kæmu 102% atkvæða úr kjörkassa í Reykjavík norður? En spá mín er sem sé sú að Björn verði ekki í Baugsstjórninni.
Ólína

Lesa meira

ÞAÐ HVERFÐIST UNDIR BJARKAR BÖRK...

...Það er ekkert nýtt undir sólinni. Annað en kannski það, að þurfa 43 þingmenn til að búa til starfhæfan 32 þingmanna meirihluta. Þetta er eins og að vera svo hræddur um að missa niðrum sig, að menn setja á sig bæði axlabönd og belti, og spenna svo á sig fallhlíf og flotholt til að vera viss.

En af hverju er hin fölnaða rós svo hrædd? Er hún kannski hrædd við fólkið?

Fólkið sem man Viðeyjarstjórnina, og varð kannski fyrir barðinu á ákvörðununum sem þá voru teknar? Kannski óttast hún líka að hennar bíði sömu örlög og biðu eins glæsilegasta leiðtoga jafnaðarmanna, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem ...Ég kaus Samfylkinguna Ögmundur og ekki VG og þess vegna þetta bréf. Ég taldi mér trú um að forysta hennar væri sér meðvituð um sögulegt hlutverk jafnaðarmanna...
Stefán

Lesa meira

HUGMYND FYRIR HELLE OG MONU

Það verður mikilvægt fyrir sögu jafnaðarmannahreyfingarinnar á Norðurlöndum ef  Ingibjörgu Sólrúnu tekst að mynda stjórn undir formann Sjálfstæðisflokksins. Tímamót. Aldrei hefði Monu Sahlin dottið í hug að mynda stjórn með Moderatarna, sænska íhaldsflokknum, sem sýnir bara hvað hún hefur lítið ...
Sigurður

Lesa meira

STÓRFRÉTT RÚV UM FYRSTU KONUNA

...Rúsínan í karlrembuenda Ríkisútvarpsins og prófessorsins, með hliðsjón af tilboðum VG og Framsóknar til Samfylkingarinnar, er svo að flagga því að þegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefjist verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrst kvenna til að fara fyrir slíkum viðræðum íslensks stjórnmálaflokks! Ég spyr: Er til of mikils mælst að Ríkisútvarpið reyni að gera örlítið betur við landsmenn í fréttaflutningi sínum?
Þjóðólfur

Lesa meira


PÆLT Í TÖLUM:

"Sigur"  Samfylkingarinnar var sérstaklega athyglisverður því hann var tap um 2 þingmenn og á fimmta prósent. Jón Baldvin á sök á því tapi að einhverju leyti; hann hlýtur að hafa dregið amk. 0, 2 % eða kannski meira. En talan er ekki glæsileg eða sú sama og Margrét Frímannsdóttir dró að landi 1999 og Samfylkingarfólk talaði sérstaklega illa um þá útkomu Margrétar. Og úr því að hún er nefnd á nafn: Þingmönnum Samfylkingarinnar í kjördæmi Margrétar fækkar um helming; voru 4 en eru 2 - kallar. Mest er tap  Samfylkingarinnar í atkvæðum í Reykjavík norður; tapið er 7,1 %. Minnst í Norðvestur  - kjördæmi, 2  % slétt og reyndar tapar Samfylkingin  tvisvar til þrisvar sinnum meira í þéttbýli en dreifbýli. - Sá maður sem átti að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu ...
Sigurður

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ BIRNI BJARNASYNI

...Hvernig bar að skilja þessi orð? Er það árangurinn í störfum forráðamanna Baugs sem eiga að ráða því hvort þeir eru dæmdir, eða ekki? Nei, lögmaðurinn getur ekki verið þeirrar skoðunar. Á að taka sérstakt tillit til landvinninga Íslendinga á Bretlandseyjum, frægð þeirra og frama, þegar þar til bærir menn taka ákvörðun um rannsókn meintra sakamála, eða þegar dómar eru kveðnir upp? Er það af þessum sökum sem Jóhannes Jónsson telur sig geta keypt sér samblástur gegn Birni Bjarnasyni? Ef skilningur manna er þessi þá eru menn í raun að tala um tvenns konar réttarfar. Kannske er hugmyndin sú, að réttast væri að setja líka sérstök refsilög sem gilda um auð- og valdamenn? Ekki bara sérstök ...
Ólína

Lesa meira

FRAMSÓKN HEFUR ENGU TAPAÐ Í HÖFUÐSTAÐNUM

Sú della flýgur nú fjöllunum hærra að Framsóknarflokkurinn hafi beðið afhroð í kosningunum og í framhaldinu er fullyrt að flokkurinn eigi ekkert upp á dekk í Stjórnarráðinu. Einkum hafa menn talað digurbarkalega um háðulega útreið flokksins í höfuðstaðarnefnunni Reykjavík. En hvað segir sagan okkur um atkvæðamagn Framsóknarflokksins þar í gegnum tíðina? Í þeim efnum ætti að vera treystandi á tölur Hagstofu Íslands annars vegar og Ríkisútvarpsins ohf. hins vegar og við þær er stuðst hér. Af handahófi tek ég árið 1959 sem dæmi til samanburðar við nýafstaðnar kosningar. Í alþingiskosningum í október 1959 fékk Framsóknarflokkurinn 4.100 atkvæði í höfuðstaðnum. Samanlögð atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur nú á dögunum voru hins vegar 4.266. Og Þetta kalla menn stórtap!! Flokkurinn hefur ...
Þjóðólfur

Lesa meira


Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FIMM - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Í síðustu grein var endað á 40. gr. raforkutilskipunar 2019/944 ESB, sem er hluti fjórða orkupakkans, en tilskipun þessi er alls 74 lagagreinar. Verður nú þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið ... Styttist þá óðum í umfjöllun um Landsreglara, hinn nýja „Landstjóra“ ESB á Íslandi í orkumálum. En í b-lið 4. mgr. 57. gr. kemur m.a. fram að Landsreglari leitar ekki eftir,  tekur við, beinum fyrirmælum frá stjórnvöldum, opinberum eða einkaaðilum, í starfi sínu. Þetta þýðir á mannamáli að Landsreglari er óháður íslenskum stjórnvöldum, leitar ekki eftir né tekur við fyrirmælum þeirra. Hann heyrir beint undir Brussel-valdið ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar