Fara í efni

PÆLT Í TÖLUM:

Samfylkingin

"Sigur"  Samfylkingarinnar var sérstaklega athyglisverður því hann var tap um 2 þingmenn og á fimmta prósent. Jón Baldvin á sök á því tapi að einhverju leyti; hann hlýtur að hafa dregið amk. 0, 2 % eða kannski meira. En talan er ekki glæsileg eða sú sama og Margrét Frímannsdóttir dró að landi 1999 og Samfylkingarfólk talaði sérstaklega illa um þá útkomu Margrétar. Og úr því að hún er nefnd á nafn: Þingmönnum Samfylkingarinnar í kjördæmi Margrétar fækkar um helming; voru 4 en eru 2 - kallar. Mest er tap  Samfylkingarinnar í atkvæðum í Reykjavík norður; tapið er 7,1 %. Minnst í Norðvestur  - kjördæmi, 2  % slétt og reyndar tapar Samfylkingin  tvisvar til þrisvar sinnum meira í þéttbýli en dreifbýli. - Sá maður sem átti að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu samkvæmt leikfléttu Össurar, Björgvin Sigurðsson, fer illa út úr kosningunum, en Ingibjörg Sólrún sleppur fyrir horn ef hún myndar stjórn með Geir H Harde. Þar með reyndar hverfur hún fyrir annað horn; hún verður ekki sá leiðtogi kvennbaráttunnar sem hún hefur viljað vera láta  til þessa.

Semsé: Útkoma Samfylkingarinnar er misjöfn eftir kjördænmum; 2 % á norðvestur landi; en 7,1 % í Reykjavík norður. Verst hjá Össuri Skarphéðinssyni en best hjá Guðbjarti Hannessyni.

 

Sjálfstæðisflokkur

Því hefur verið haldið fram að 36,6 % útkoma Sjálfstæðisflokksins sé sigur. Það er sigur miðað við síðustu kosningar sem voru einhverjar verstu kosningar í sögunni fyrir þennan stjórnmálaflokk. En þegar betur er að gáð kemur í jós að allar aðrar kosningar í tíð Davíðs Oddssonar voru betri en þessar fyrstu kosningar Geirs H Haarde. Allar kosningar DO voru semsé betri en þessi útkoma GHH -  ef frá eru taldar kosningarnar á lokaspretti Davíðs.

 

Framsóknarflokkur

Langmesta tap Framsóknar er í Norðausturkjördæmi,  8,2 %. Minnst er tapið í Norðvesturkjördæmi 2,9 %. Skoðað í lengra samhengi þá er útkoma Framsóknarflokksins nú sú versta nokkru sinni; sú næsta versta var 1978.

 

Vinstri grænir

Útkoma VG er glæsileg miðað við stutta sögu þess flokks. Talan 14,3 er nákvæmlega sú sama og Alþýðubandalagið hafði í sínum síðustu kosningum., 1995.

 

Til umhugsunar

 

Sagan endalausa

- Framsókn byrjaði 1995  í 23,3 og endaði í 11, 7 2007.

- Alþýðuflokkurinn var með  18,3 1956 og endaði í 9,1 1971.

- Samfylkingin byrjar í 26,8 og endar í - hverju? 13,4 %? eða.......? Og hvenær?

 

Spár óskast.

Sigurður