HVAÐ MEÐ MINNIHLUTASTJÓRN FRAMSÓKNAR?

Nú hefur þú Ögmundur varpað fram þeirri hugmynd að við framsóknarmenn verjum minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þetta er rausnarlega boðið en annar og miklu meira spennandi kostur er sá að þið í VG og Samfylkingunni verjið minnihlutastjórn Framsóknarflokksins falli. Það væri meira í takt við vilja þjóðarinnar og útkomu okkar framsóknarmanna í kosningunum þar sem við óneitanlega unnum góða varnarsigra víða um land nema þá kannski helst á mölinni. Hvað segir þú um þennan valkost Ögmundur, er ekki vert að skoða hann ofan í kjölinn?
Með fyrirframþökk,
Jón

Fréttabréf