ENN UM BANKANA

Sæll Ögmundur,.
Ég mun að öllum líkindum veita Vinstri grænum mitt atkvæði í komandi kosningum en áður en áður en ég tek endanlega ákvörðun um það væri ég til í að heyra fra þér hvaða rök liggja að baki þess að aukin jöfnuður fáist í landinu með því að bankarnir eða önnur fjármálafyrirtæki fari úr landi. Með fyrirvara um að þessi orð þín hafi ekki verið tekin úr samhengi í fréttaflutningi.
Kær kveðja,
Hlynur Páll Pálsson

Heill og sæll.
Ég bendi á ágæta frásögn Árna Þórs Sigurðssonar um þetta efni. Sjá HÉR. Ég er öllum áhugasamari að bankarnir verði hér á landi. Ég vil hins vegar ekki að hinir nýríku milljarðamæringar stilli samfélaginu upp við vegg og hef lagt áherslu á að þeir gæti hófs í gjörðum sínum ekki síst þegar þeir skammta fé ofan í eigin vasa.
Með, kveðju,
Ögmundur 

Fréttabréf