AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2007

STJÓRNARFLOKKARINR VEKJA HROLL !

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins birtust á fréttamannafundi í gær til að kynna stefnu sína. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, kynnti útgjaldapakka sem mér skyldist að slagaði í tuttugu milljarða. Hann sagði að þetta væru ekki loforð heldur stefna! Hvað þýðir þetta? Það er svosum ágætt að Framsókn hætti að lofa því allt svíkur hún. En eru það ekki áherslur og stefna sem flokkarnir eru almennt að boða? Ég bara spyr. Þessi framsetning Framsóknar minnti hins vegar rækilega á öll sviknu loforðin.
Og Íhaldið er byrjað að lofa eða öllu heldur hóta áframhaldandi ...
Grímur

Lesa meira

VILJA MENN FÁ LÍFEYRISÞEGA Á VINNUMARKAÐ?

Nú mun það víst vera svo, að lífeyrisþegar mega vinna sér inn 300.000 krónur á ári, áður en til skerðinga bóta kemur. Ég fór að skoða dæmið frá svolítið annarri hlið en þessari hefðbundnu, þ.e. gaman, gaman nú fara allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem vettlingi geta valdið, út á vinnumarkaðinn og bæta þar með bæði kjör sín og andlega líðan. Þetta er nú samt kannski ekki alveg svona rósrautt og fallegt, eins og e.t.v. má sjá hér á eftir...
Þórhildur Richter

Lesa meira

HANDBREMSUSTOPP FRAMSÓKNAR

Þarf ekki að losa um einhverja skrúfu hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar eða hefur kannski einhver skrúfa forskrúfast í forritinu hjá honum? Það er augljóst að ráðgjafar Jóns og félaga segja þeim að hamra á því að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji stoppa þjóðfélagið með því að hafna stóriðjustefnu Framsóknar. Í samræmi við þetta gengur nú á með einhverjum stopp/start, stopp,stopp,start/stopp aula-málflutningi. Síðan heyrist mér verið að reyna að koma handbremsu inn í þennan málflutning Framsóknarflokksins. Er hægt að ætlast til þess að ...
Haffi

Lesa meira

EKKI GLEYMA EINSTÆÐUM FEÐRUM

Hvað varð um einstæðu feðurna hjá ykkur, eruð þið ekki orðnir of uppteknir af málefnum kvenna. Ég og mínir líkar eigum líka rétt á að vera til og hafa efni á því að taka þátt í þessu þjóðfélagi. Hvað ætlið þið að gera í málefnum einstæðra feðra? Þetta er verst setti hópur þjóðfélagsins en við virðumst vera hinir ósnertanlegu...
Arthur Þorsteinsson

Lesa meira

EINKAREKSTRUR EÐA EINKAVÆÐING?

Mér leikur hugur á að vita hver munurinn er á einkavæðingu og einkarekstri, að þínum dómi. Þar á ég sér í lagi við heilbrigðis- og menntakerfi. Sem dæmi má nefna hvort þú telur það einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar sérfræðilæknar reka læknastofur úti í bæ og hið opinbera greiðir kostnað vegna sjúklinga eða hvort það sé ...
Sigurður Hannesson

Lesa meira


HVAÐ VAKIR FYRIR "FRÉTTASTOFU" RÚV?

Ég vil leyfa mér að spyrja hvort viðtal í fréttatíma RÚV við Halldór Ásgrímsson, diplomat Íslands (okkar allra) á Norðurlöndum, í upphafi vikunnar hafi átt að þjóna einhverjum fréttatengdum tilgangi eða hvort einfaldlega var verið að reyna að gleðja tiltekinn stjórnmálaflokk sem ég varla nenni að nefna á nafn? Diplómatinn hafði akkúrat ekkert fram að færa í viðtalinu annað en að hann teldi að gamli flokkurinn sinn myndi reisa sig við fyrir komandi kosningar og að VG væri ekkert annað en loftbóla! Getur verið að "fréttastofa" RÚV líti á sig nú orðið sem eins konar loftbólu fréttamiðil? Öðru vísi mér áður...
Haffi

Lesa meira

LÁTUM EKKI FÁTÆKT ÚTILOKA FÓLK FRÁ ÞJÓÐFÉLAGINU

...En þótt mér finnist VG mega gera betur þá hefur flokkurinn staðið velferðarvaktina langt umfram aðra flokka. Það gladdi mig mjög að lesa grein Gests Svavarssonar í Morgunblaðinu: Frelsi frá fátækt, menntunarleysi og veikindum. Hann hittir naglann á höfuðið. Fátækt útilokar fólk frá menntun og heilbrigðisþjónustu. Það er eitthvað meira en lítið að þegar svo er komið í þjóðfélagi sem vill láta kalla sig velferðarþjóðfélag! Þú ættir að fá Gest til að birta grein sína hér á síðunni...
Pétur Jónsson

Lesa meira

MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN

VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu. Umhverfismál eru góðra gjalda verð en ég sakna þess að rætt sé af alvöru um velferðarmálin og hrikalegt misrétti sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur skapað í landinu á undanförnum árum. Hvers vegna er ekki meira hamrað á þessu málefni. Þið eruð eini flokkurinn sem er trúverðugur þegar velferðaþjónustan er annars vegar. Mér sýnist allir hinir flokkaarnir vilja einkavæða og þar með gera námsfólk og sjúklinga að ...
Sunna Sara

Lesa meira

HAFNARFJARÐARSIGRI ÞARF AÐ FYLGJA EFTIR Í VOR

Mig langar til að óska Hafnfirðingum til lukku með mjög afgerandi niðurstöðu í kosningunni í fyrradag. Og ekki síst er það baráttu mjög margra sem líst ekkert á hvert stefnir í atvinnumálum þjóðarinnar ...Þið þingmenn VG eigið sérstaklega þökk fyrir að gefa okkur frumkvæðið að þeirri hugsun að þetta væri ekki ómögulegt! Til lukku!!! Og við skulum fylgja þessu rækilega eftir í kosningunum í vor!!
Guðjón Jensson

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar