AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2007


MÁ SPYRJA, KANNSKI?

...Og auðvitað er útkoma hinna flokkanna eftir því, nema auðvitað Vinstri grænna sem eru alltaf til vandræða; þeir eru samt - SAMT - með 20 % nærri því fimmta hvern kjósanda. Nú skal því spáð hér að þetta verði öðru vísu eftir viku þegar landsfundaeffekktinn fjarar aðeins út. Stóra skoðanakönnunarfyrirtækið hefði átt að geta þessara hugsanlegu skýringa í greinargerðum sínum í smáa letrinu. Var það kannski gert? Ekki sá ég það; en aðalaatriðið er að Guðmundur Steingrímsson var glaður og brosti gegnum 18 % tárin.

En kannski má ekki spyrja svona spurninga eins og hér er gert; þær eru örugglega ekki í handritinu.

En ég spyr samt.

Sigríður Þórarinsdóttir
Lesa meira

JÓNÍNA BJARTMARZ LEIKUR Í VERULEIKASJÓNVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Það er í raun ótrúlegt  hve ráðherrar leggjast lágt í því að koma sér á framfæri. Síðasta dæmið er frá því gær, þar sem Jónína Bartmarz er stödd á strandstað Wilson Muuga, þar sem næstum má halda að þar hafi hún haft forystu um björgun skipsins.
Þessu var því miður þveröfugt farið, pappírsdýrin í umhverfisráðuneyti Jónínu voru búin að þvæla málið fram og til baka. Enda þótt skipið væri íslenskt, var það með hentifána frá Kýpur, þannig að stjórn Nesskipa og  Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður útgerðarfélagsins, gátu leikið sér með umhverfisráðuneytið og firrt sig allri ábyrgð. Í þessari stöðu átti ráðherra og ríkistjórnin öll að taka af skarið.
Hvað um það ekkert gerist í málinu fyrr en ráðnir eru til verksins hörkutól sem ...
Rúnar Sveinbjörnsson

Lesa meira

HÖFUÐBÓLIÐ OG HJÁLEIGAN

...Mér finnst full ástæða til þess Ögmundur að þið þvingið það upp úr forystu Samfylkingarinnar hvort sá flokkur hefur í hyggju að vera ekki bara hækja, heldur bókstaflega göngugrind, fyrir þreyttan Sjálfstæðisflokk. Tónarnir sem heyrðust á landsfundi Samfylkingar, hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í sjónvarpi að loknum þeim fundi og hjá þeirra fyrsta manni í SV í kvöld, finnst mér gefa tilefni til að SF svari því á hvaða leið þau eru. Við sem viljum jafnaðarstjórn og ætluðum að kjósa Samfylkinguna flytjum okkur þá bara yfir á ykkur og tryggjum Samfylkingunni klassískt Alþýðuflokksfylgi. Ekki kýs maður Samfylkinguna til að mynda velferðarstjórn með Sjálfstæðismönnum eftir að hafa haft þá við stjórnvölinn í 16 ár. Það væri þá betra fyrir þá, sem trúa að leiðin að innsta kjarna jöfnuðar liggi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að fara beint á höfuðbólið og ...
Stefán

Lesa meira

HRIKALEGAR HÓTANIR

Margt er gott í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins, einnig um  velferðarmál, en þar birtast líka hrikalegar hótanir um grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu.  Dæmi:
1.  "Landsfundurinn vill nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns." Hér er semsé lögð áhersla á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu; tvöfalt kerfi.
2. "Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda almannatryggingum og að heilbrigðisþjónusta sé að mestu greidd úr sameiginlegum sjóðum." Á Norðurlöndunum hinum er heilbrigðisþjónusta ókeypis. Ég hef séð að VG vill fella niður sjúklingagjöld. Þannig á það að vera.
 3.  "Fundurinn telur að...
Sigurður Bjarnason

Lesa meira

HVERS VEGNA ER VG ANDVÍGT VATNALÖGUNUM?

...Ég hef mikið velt einu fyrir mér varðandi deilurnar um vatnalögin nýju sem þið Vinstri-græn eruð svo ákaflega á móti. Af hverju er það svo, þegar að allir lögspekingar þessa lands telja að ekki sé um breytingu á núverandi réttarástandi? Er ekki hin raunverulega staða sú að um er að ræða einföldun á löngum og flóknum lögum?
Hafsteinn

Lesa meira

ÍHALDIÐ HÓTAR AÐ EINKAVÆÐA HEILBRIGÐISKERFIÐ

...Samfylkingin talar mikið um það að hún sé nútímaleg eins og fyrri daginn en erfitt er að fá skilgreint hvað þar er átt við. Það ætti að vera viðfangsefni fjölmiðla. Íhaldið talar hins vegar skýrt og vill einakvæða raforkugeirann og heilbrigðiskerfið. Hvers vegna fjalla fjölmiðlar ekki gagnrýnið um þessar hótanir Íhaldsins?
Haffi

Lesa meira

UM EFTIRLAUNAFRUMVARP OG SAMSTARF VG OG S

...En ég minni á það sem ég áður hef sagt að samstarfið þarf að vera mjög skilyrt. Semsagt ákveðið en skilyrt. Samfylkingin hefur nefnilega daðrað mjög við peningaöflin og þegar ISG talar um afturhaldssemi hef ég grun um að hún sé að agnúast út í það sem aðrir nefna prinsippfestu í vörn fyrir velferðarkerfið. Annars skrifa ég þetta fyrst og fremst til að taka undir með Pétri Tyrfingssyni í Silfrinu í dag og leiðrétta það hjá þér Ögmundur að Samfylkingin samþykkti ekki andstöðu við eftirlaunafrumvarpið eins og þú segir á síðunni þinni. Málið var sett í nefnd!
Sunna Sara

Lesa meira

KEMST ÞÓTT HÆGT FARI Í TANNVERNDINNI

Grímur nokkur skrifaði hér á síðuna á dögunum og býsnaðist mikið yfir kynningu á kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins. Jón Sigurðsson formaður flokksins hefði komist svo að orði að þetta "væru ekki loforð heldur stefna". Ekki er ég alveg sáttur við skrif Gríms sem segir að það sé "svosum ágætt að Framsókn hætti að lofa því allt svíkur hún." Þarna finnst mér hann vega ómaklega að Framsóknarflokknum því ekki verður það af flokknum skafið að hann hefur sýnt einmuna stefnufestu í kosningastefnuskrám sínum allt frá fæðingu, árið 1916.
Þessu til sönnunar vil ég bara benda á eitt dæmi hér um en það varðar ...
Þjóðólfur

Lesa meira

UM AÐ HAFA SKOÐANIR

...Guðfríður Lilja sem var í Silfri Egils 1. apríl sl. og þetta er ekki aprílgabb, sagði að bæjarstjórnin í Hafnarfirði hefði átt að segja sína skoðun opinskátt um stækkun álversins í Straumsvík. Einhver kynni þá að líta svo á að bæjarstjórnin leiddi annan hópinn. Ég tek annars ofan af fyrir ...
Jón Þórarinsson

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar