Fara í efni

VARÚÐ: ÞAÐ ER HÆTTA TIL HÆGRI !

Er einhver hætta á því að kjósendur verði látnir gleyma Kárahnjúkavirkjun í kosningunum 12. maí eins og þeir "gleymdu" Kárahnjúkavirkjun fyrir fjórum árum? Hvaða flokkur stóð þá vakt - aleinn?

Er einver hætta á því að kjósendur gleymi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að styðja  innrásina í Írak? - Hvaða flokkur hefur verið á þeirri vakt um sóma íslensku þjóðarinnar?  Oft aleinn.

Er einhver hætta á því að kjósendur gleymi vaxtaokrinu? Hvaða flokkur hefur talað skýrast um ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar sem eru að birtast í vaxtaokri og byggðahruni?

Er einhver hæta á því að kjósendur gleymi Halldóri og Davíð?

Er ekki allt í lagi að rifja það upp að það eru sömu flokkar og sama stefna sem yrði við völd ef sá hryllingur skellur yfir aftur að stjórnarflokkarnir  fái meirihluta.

Það er alvarleg hætta til hægri.

Sigríður