Fara í efni

UM EFTIRLAUNAFRUMVARP OG SAMSTARF VG OG S

Pétur Tyrfingsson var góður í Silfri Egils í dag. Ég er sammála honum um að VG og Samfylking eigi að lýsa því yfir að þessir flokkar fari ekki í stjórn án hins. Ég skal að vísu játa að ég þarf oft að taka mig á til að halda mig við þetta sjónarmið – ekki síst eftir að ég hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, tala um okkar pólitík í VG. Í Silfri Egils vorum við sögð afturhaldssöm og haldin forræðishyggju. Hvað eru ISG og ekki síður Egill sjálfur (sem mjög kyndir undir þetta) að tala um, verðstýringu á gosdrykkjum eða hvað? Er Lýðheilsustofnun þá forræðishyggjustofnun? 
Ég hef áður talað fyrir samstarfi VG og Samfylkingar. En ég minni á það sem ég áður hef sagt að samstarfið þarf að vera mjög skilyrt. Semsagt ákveðið en skilyrt. Samfylkingin hefur nefnilega daðrað mjög við peningaöflin og þegar ISG talar um afturhaldssemi hef ég grun um að hún sé að agnúast út í það sem aðrir nefna prinsippfestu í vörn fyrir velferðarkerfið.
Annars skrifa ég þetta fyrst og fremst til að taka undir með Pétri Tyrfingssyni í Silfrinu í dag og leiðrétta það hjá þér Ögmundur að Samfylkingin samþykkti ekki andstöðu við eftirlaunafrumvarpið eins og þú segir á síðunni þinni. Málið var sett í nefnd!
Sunna Sara