Fara í efni

MÁ SPYRJA, KANNSKI?

Það er sagt að landsfundir S - flokkanna hafi tekist vel; þeir voru áreiðanlega óvenjuvelheppnaðar leiksýningar.  Enda var það óvenjuöflug leikarafjölskylda sem  stýrði þeim með glæsibrag, börn Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar stýrðu fundunum. Þar er fólk sem, kann til verka. Í einræðisríkjum Austur-Evrópu var klappað á 20 cm fresti í ræðum leiðtoganna; það var greinilega harðskipulagt í ræðu formanns Samfylkingarinnar þegar það dundi við dúndrandi lófatak þegar ræðan var svo dauf að öllum sem hlustuðu utan salarins í Egilshöll  hafði ekki dottið neitt annað í hug en að leggja sig.

En semsé: Klappið bætir hressir og kætir. Á 20 sentimetra fresti.

 

Hvernig glæsilegir?  Þannig að þeir skiluðu góðum svip út í fjölmiðlana og þar með til kjósendanna og ekki er að spyrja að  niðurstöðunni þegar aðalskoðanakönnunin tekur púlsinn á þjóðinni nákvæmlega sömu daga. Árangurinn lætur ekki á sér standa: Sjálfstæðisflokkurinn hærri en nokkru sinni í sögunni í 10 ár eða svo og Samfylkingin sér loksins hilla undir snyrtilegar tölur eftir allt mótlætið. Vesalingarnir. Æ hvað það var gott.

 

Og auðvitað er útkoma hinna flokkanna eftir því, nema auðvitað Vinstri grænna sem eru alltaf til vandræða; þeir eru samt - SAMT - með 20 % nærri því fimmta hvern kjósanda.

Nú skal því spáð hér að þetta verði öðru vísu eftir viku þegar landsfundaeffekktinn fjarar aðeins út.

Stóra skoðanakönnunarfyrirtækið hefði átt að geta þessara hugsanlegu skýringa í greinargerðum sínum í smáa letrinu. Var það kannski gert? Ekki sá ég það; en aðalaatriðið er að Guðmundur Steingrímsson var glaður og brosti gegnum 18 % tárin.

 

En kannski má ekki spyrja svona spurninga eins og hér er gert; þær eru örugglega ekki í handritinu.

En ég spyr samt.

Sigríður Þórarinsdóttir