Fara í efni

JÓNÍNA BJARTMARZ LEIKUR Í VERULEIKASJÓNVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Það er í raun ótrúlegt  hve ráðherrar leggjast lágt í því að koma sér á framfæri. Síðasta dæmið er frá því gær, þar sem Jónína Bartmarz er stödd á strandstað Wilson Muuga, þar sem næstum má halda að þar hafi hún haft forystu um björgun skipsins.
Þessu var því miður þveröfugt farið, pappírsdýrin í umhverfisráðuneyti Jónínu voru búin að þvæla málið fram og til baka. Enda þótt skipið væri íslenskt, var það með hentifána frá Kýpur, þannig að stjórn Nesskipa og  Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður útgerðarfélagsins, gátu leikið sér með umhverfisráðuneytið og firrt sig allri ábyrgð. Í þessari stöðu átti ráðherra og ríkistjórnin öll að taka af skarið.
Hvað um það ekkert gerist í málinu fyrr en ráðnir eru til verksins hörkutól sem snéru sér strax að verkinu á fagmannlegann hátt og björguðu flakinu, þrátt fyrir nokkra mengun. Í viðtali við forystumann björgunarmanna,viðhafði hann þau orð að hægt hefði verið að koma mun betur út úr þessu, ef strax hefði verið brugðist við.
Í Hafnafjarðarhöfn brutust út fagnaðarlæti þegar skipið kom í höfn, sem mér þótti frekar ósmekklegt, þar sem slys þetta kostaði mannslíf. En brotajárnið er einhvers virði, því hafði stjórn Nesskipa ástæðu til að fagna. Sjálfur votta ég aðstandendum danska sjómannsins samúð mína.
Í öllu falli er hægt að læra af þessu, það fyrsta er að fella ríkistjórnina og koma Jónínu Bjartmarz út úr umhverfisráðuneytinu, þar sem hún hefur ekkert að gera.
Annað er að hefja þarf á loft baráttuna gegn hentifánum.
Rúnar Sveinbjörnsson