Fara í efni

EINKAREKSTRUR EÐA EINKAVÆÐING?

Sæll Ögmundur.
Mér leikur hugur á að vita hver munurinn er á einkavæðingu og einkarekstri, að þínum dómi. Þar á ég sér í lagi við heilbrigðis- og menntakerfi. Sem dæmi má nefna hvort þú telur það einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar sérfræðilæknar reka læknastofur úti í bæ og hið opinbera greiðir kostnað vegna sjúklinga eða hvort það sé einkavæðing í menntakerfinu að skólar séu reknir af einkaaðilum en fjármagnaðir af hinu opinbera og nemendur greiða ekkert aukalega fyrir þjónustuna. Bestu kveðjur.
Sigurður Hannesson

Þetta er allflókin mynd. Vissulega er það svo að við búum við ákveðinn kokteil í heilbrigðiskerfinu. Við eru annars vegar með heilbrigðisþjónustu algerlega á vegum hins opinbera og svo einkareknar stofur sem þó eru að uppstöðu fjármagnaðar með skattfé. Sú þjónusta sem fjármögnuð er með skattfé (að tannlæknum undanskildum) lýtur þó almennum takmörkunum hvað varðar verðlagningu lækna. Þeir hafa margir viljað brjótast undan slíkum takmörkunum, fá sínar greiðslur frá ríkinu og ráða síðan rest. Það gengur ekki að mínu mati enda forsendan jafnt aðgengi allra.
Fyrir nokkrum árum var Sjálfstæðisflokkurinn á því að einkavæða stóra hluta heilbrigðisþjónustunnar að öllu leyti. Síðan var horfið frá því og sagt að það eigi aðeins að "einkareka" þjónustuna, skattborgarinn eigi eftir sem áður að greiða fyrir hana. Auðvitað er munur á þessu tvennu en ég spyr, ef ríkið á að borga, hvers vegna ætti það að afhenda reskturinn frá sér þar sem það hefur sýnt sig að slíkt er dýrara og óhagkvæmara.
Sú lína sem ég dreg í þessu efni er hvort gera eigi velferðarþjónustuna að atvinnurekstri eins og hvern annan slíkan þar sem fjárfestar leita eftir arði á sínu pundi. Þetta er að gerast núna í öldrunarþjónustiunni (sbr. Sóltún sem er dýrara fyrir skattborgarann en allar aðrar sambærilegar stofnanir því eigendurnir þurfa að fá sinn arð eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar á sínum tíma!).
Peninganmennirrnir vilja taka þetta í áföngum. Fyrst eru búnar til reglur þar sem öll þjónusta er sundurgreind og gerð að sjálfstæðum bókhaldseiningum. Það er forsenda þess að hún verði sett á markað. Síðan er tekinn upp einkarekstrur. Að lokum er einkavæðingin fullkomnuð með því að undirselja þjónustuna markaðslögmálunum.
En aftur að skilgreiningum. Sjálfseignarstofnanir sem sprottnar eru upp úr verkalýðshreyfingu (Hrafnista) eða samtökum sjúklinga (Reykjalundur) eru á mörkum ríksrekrar (lúta sömu lögum og reglum og réttarstaða starfsfólks sú sama og í opinberum sofnunum)  og einkarekstrar. Einkarekstur og einkavæðing gengur hins vegar út á ða losna undan almennum lögum og reglum um opinberan rekstur. Það kann að vera gott fyrir forstjóra og ráðandi hirð í kringum þá en ekki aðra starfsemnn, skattborgarnn eða notendur. Það er deginum ljósara.
Kv.
Ögmundur