AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007

SPUNADRENGIR ÞAGNA

Athygli mína var vakin á því að þrír spunadrengir framsóknarforystunnar hefðu skyndilega misst áhuganna á að blogga um auðlindamálið. Varð þeim skyndilega stirt um stef þegar Geir H. Haarde, forsætisráðherra tilkynnti að þingmannafrumvarp um stjórnarskrá yrði ekki afgreitt á þinginu sem lauk aðfaranótt sunnudagsins. Hvorki Pétur Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson, né þriðji framsóknarbloggarinn, hafa séð ástæðu til að skýra ágreining stjórnarflokkanna í auðlindamálinu. Hafa þeir þó allir greiðan aðgang að framsóknarforystunni sem gerð varð afturreka með frumvarpsdrög kennd við formann flokksins. Spunadrengirnir hafa heldur ekki gert mikið úr yfirlýsingum Jón Sigurðssonar...
Sigurjón
Lesa meira

LÝÐRÆÐIÐ FÓTUM TROÐIÐ

Samorka hefur nú blandað sér í kosninguna um stækkun álversins í Straumsvík með auglýsingum og fréttatilkynningu, það ekki að ástæðulausu, ef málið er skoðað. Samorka er samband orku- og veitufyrirtækja sjá...Eins og sérst hafa allir þessir aðilar bullandi hagsmuna að gæta og starfa í umboði almannafyrirtækja, og því áróðusherferðin borguð af okkur orkuneytendum og skattgreiðendum.
Fyrrum starfsmaður Landsvirkjunar

Lesa meira

FJÖLSKYLDUPÓLITÍK AÐ HÆTTI FRAMSÓKNAR: BJÓR Í VERSLANIR

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, er þekktastur fyrir að hafa verið stoð, stytta og helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar allt þar til hann þreyttist svo að hann kaus að yfirgefa land. Borgarfulltrúinn er líka þekktur fyrir áhuga sinn á vexti og viðgangi fjölskyldunnar. Hann er til dæmis formaður nefndar sem skipuð var samkvæmt ráðleggingum hans sjálfs og ber heitið Nefnd um stöðu íslensku fjölskyldunnar. Undir því flaggi heldur framsóknarmaðurinn ræður um það sem fjölskyldum er fyrir bestu og þess utan hefur hann í orði  haldið hagmunum fjölskyldunnar mjög á lofti í borgarstjórn. Því er þetta rifjað upp að fjölskyldusinninn og framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson virðist ...
Þór
Lesa meira

ÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM

Í framhaldi af bréfi Sveins hér á síðunni vil ég taka undir með þér Ögmundur að því fer fjarri að við séum á móti sjálfbærri nýtingu vatnsorku til raforkuframleiðslu, hvorki hér á landi né annars staðar. Sjálfbær þróun (Sustainable Development) er einmitt grunnstefið í umhverfis, félags- og efnahagsstefnu VG og stefnumörkun flokksins miðast við að skila samfélaginu, náttúrunni og efnahagslífinu jafngóðu, og helst betra, til komandi kynslóða. Á þessu grundvallast einmitt afstaða okkar til  uppistöðulóna í jökulám almennt og þar með til Kárahnjúkavirkjunar.
Það er nefnilega  tómt mál að tala um endurnýtanlegar orkulindir  í vatnsorku þegar  verið er að stífla jökulá í risalóni sem fyllist af jökulaur og drullu á tilteknum tíma. Þar með er líftími virkjunarinnar liðinn og því lítil sjálfbærni í slíkri framkvæmd. Hér gildir einu hvort um er að ræða tugi eða jafnvel...
Álfheiður Ingadóttir

Lesa meira

ÓÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM?

...Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Ingad. síðasta sumar. Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun! Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling. Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.
Kær kveðja.
Sveinn

Lesa meira

AÐ LOKA HAFNARFIRÐI - PENINGAAUSTUR ALCAN - ER ÞETTA LÝÐRÆÐI?

...Af hverju að tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni?  Til  að þóknast álverinu? Enginn er að leggja til að loka álverinu en það má í allri vinsemd benda á að ef álverið væri ekki þá væri Hafnarfjörður óðfluga að búa sig undir áð að verða örugglega  eins stór og Reykjavík. Er hægt að hugsa sér fallegra land á þessu svæði en Straumsvík og Óttarsstaði?  Nú er þeirri leið lokað og hún verður endanlega harðlæst ef álverið stækkar enn meira. Líklegt er að álverið loki fyrir möguleikana á þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns. Af hverju? Af hverju að stífla þróunarmöguleika Hafnarfjarðar enn...

Sigurður Bjarnason
Lesa meira


VIÐ VILJUM GAMLA GÓÐA ÍSLAND TIL BAKA !

Þið sópið að ykkur fylgi þessa dagana og menn eru að velta fyrir sér skýringum.
Ég hitti marga í mínu starfi og allir ræða þeir pólitík. Ég er þeirrar skoðunar að flestir Íslendingar vilji hreinlega fá gamla góða Ísland til baka, eins og það var fyrir 10-15 árum. Það eru allir búnir að fá nóg af einkavæðingu, fáránlegum auðmönnum, virkjunum, bankaokri, greiningardeildum lögreglu, olíuforstjórum og lögum sem á að setja til að vernda þetta nýja...
G.B.

Lesa meira

SPARISJÓÐUR SVARFDÆLA: 9 STARFSMENN OG 9 HUNDRUÐ MILLJÓNIR Í GRÓÐA!

...Til að samkeppni geti þrifist þurfa aðstæður að vera réttar, eftirlit hjálpar ekki. Einsog við vitum þá hefur vald og auður tilhneigingu til að þjappast saman. Þegar slíkt gerist þarf að afþjappa, skera í sundur og þvinga fyrirtæki til að skipta sér upp. Það þarf mikinn karakter til að þvinga slíkt fram. Samfélagið hefur alltaf átt erfitt með þetta verkefni. Næst besta leiðin er að skipa fyrirtækjum að keppa (þótt allir viti að það er blekking ein). Hver tími hefur sinn stíl. Hér á árum áður var aðferðin sú að tilnefna málsmetandi menn í nefnd sem var kölluð verðlagsráð. Sú nefnd ákvað verð á ýmsum nauðsynjum og þjónustu og hélt þannig úti sýndarsamkeppni. Nú tíðkast aðrar vinnuaðferðir. Verðlagsráð heitir núna Samkeppnisstofnun og hefur ..
.Eyvindur

Lesa meira

FJÖLDAHREYFING GEGN NEFSKATTI ÞORGERÐAR KATRÍNAR?

Ég saknaði þess að þú svaraðir ekki spurningu Ólínu hér á síðunni í gær. Hún spurði hvort þú myndir styðja samtök sem berðust gegn nefskatti Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, til að fjármagna hlutafélagið RÚV. Ólína segir í bréfi sem ég er hjartanlega sammála: "Myndir þú styðja samtök sem hefðu það að markmiði að láta reyna á nefskatt Þorgerðar fyrir dómstólum og berjast gegn nefskatti hennar þar til hann verður lagður niður. Við voru að velta því fyrir okkur nokkrar vinkonur hvort við ættum að ...
Sunna Sara

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar