SPUNADRENGIR ÞAGNA
Sigurjón Lesa meira
Samorka hefur nú blandað sér í kosninguna um stækkun álversins í
Straumsvík með auglýsingum og fréttatilkynningu, það ekki að
ástæðulausu, ef málið er skoðað. Samorka er samband orku- og
veitufyrirtækja sjá...Eins og sérst hafa allir þessir aðilar
bullandi hagsmuna að gæta og starfa í umboði almannafyrirtækja, og
því áróðusherferðin borguð af okkur orkuneytendum og
skattgreiðendum.
Fyrrum starfsmaður Landsvirkjunar
Í framhaldi af bréfi Sveins hér á síðunni vil ég taka undir með
þér Ögmundur að því fer fjarri að við séum á móti sjálfbærri
nýtingu vatnsorku til raforkuframleiðslu, hvorki hér á landi né
annars staðar. Sjálfbær þróun (Sustainable Development) er einmitt
grunnstefið í umhverfis, félags- og efnahagsstefnu VG og
stefnumörkun flokksins miðast við að skila samfélaginu, náttúrunni
og efnahagslífinu jafngóðu, og helst betra, til komandi kynslóða. Á
þessu grundvallast einmitt afstaða okkar til uppistöðulóna í
jökulám almennt og þar með til Kárahnjúkavirkjunar.
Það er nefnilega tómt mál að tala um
endurnýtanlegar orkulindir í vatnsorku þegar
verið er að stífla jökulá í risalóni sem fyllist af jökulaur
og drullu á tilteknum tíma. Þar með er líftími virkjunarinnar
liðinn og því lítil sjálfbærni í slíkri framkvæmd. Hér gildir einu
hvort um er að ræða tugi eða jafnvel...
Álfheiður Ingadóttir
...Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru
svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði
Álfheiður Ingad. síðasta sumar. Jahá, gott að fá það sérfræðiálit
og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í
kjarnann snýst um sjálfbæra þróun! Vatnsorka "Hydropower" er talið
upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir
orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta
þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er
lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling. Hvers konar
froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun
sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg
stefna VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda
alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.
Kær kveðja.
Sveinn
...Af hverju að tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni? Til að þóknast álverinu? Enginn er að leggja til að loka álverinu en það má í allri vinsemd benda á að ef álverið væri ekki þá væri Hafnarfjörður óðfluga að búa sig undir áð að verða örugglega eins stór og Reykjavík. Er hægt að hugsa sér fallegra land á þessu svæði en Straumsvík og Óttarsstaði? Nú er þeirri leið lokað og hún verður endanlega harðlæst ef álverið stækkar enn meira. Líklegt er að álverið loki fyrir möguleikana á þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns. Af hverju? Af hverju að stífla þróunarmöguleika Hafnarfjarðar enn...
Þú talar um þingmannafrumvarp þeirrra Jóns og Geirs. Síðan
hvenær er Jón Sigurðsson alþingismaður? Ég taldi að eina von
Jóns Sigurðssonar yrði að vera tosaður inn á eyrunum sem ...
Borgþór
Þið sópið að ykkur fylgi þessa dagana og menn eru að velta fyrir
sér skýringum.
Ég hitti marga í mínu starfi og allir ræða þeir pólitík. Ég er
þeirrar skoðunar að flestir Íslendingar vilji hreinlega fá gamla
góða Ísland til baka, eins og það var fyrir 10-15 árum. Það eru
allir búnir að fá nóg af einkavæðingu, fáránlegum auðmönnum,
virkjunum, bankaokri, greiningardeildum lögreglu, olíuforstjórum og
lögum sem á að setja til að vernda þetta nýja...
G.B.
...Til að samkeppni geti þrifist þurfa aðstæður að vera réttar,
eftirlit hjálpar ekki. Einsog við vitum þá hefur vald og auður
tilhneigingu til að þjappast saman. Þegar slíkt gerist þarf að
afþjappa, skera í sundur og þvinga fyrirtæki til að skipta sér upp.
Það þarf mikinn karakter til að þvinga slíkt fram. Samfélagið hefur
alltaf átt erfitt með þetta verkefni. Næst besta leiðin er að skipa
fyrirtækjum að keppa (þótt allir viti að það er blekking ein).
Hver tími hefur sinn stíl. Hér á árum áður var aðferðin sú að
tilnefna málsmetandi menn í nefnd sem var kölluð verðlagsráð. Sú
nefnd ákvað verð á ýmsum nauðsynjum og þjónustu og hélt þannig úti
sýndarsamkeppni. Nú tíðkast aðrar vinnuaðferðir. Verðlagsráð heitir
núna Samkeppnisstofnun og hefur ..
.Eyvindur
Ég saknaði þess að þú svaraðir ekki spurningu Ólínu hér á
síðunni í gær. Hún spurði hvort þú myndir styðja samtök sem berðust
gegn nefskatti Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, til að
fjármagna hlutafélagið RÚV. Ólína segir í bréfi sem ég er
hjartanlega sammála: "Myndir þú styðja samtök sem hefðu það að
markmiði að láta reyna á nefskatt Þorgerðar fyrir dómstólum og
berjast gegn nefskatti hennar þar til hann verður lagður niður. Við
voru að velta því fyrir okkur nokkrar vinkonur hvort við ættum að
...
Sunna Sara
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...
Lesa meiraHún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...
Lesa meira... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara.
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst. ...
Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ...
Lesa meiraÞingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...
Lesa meiraMörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...
Lesa meira