AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007

HVER BORGAR BLOGGIÐ?

Það er ekki bara að framsóknarbloggarar ljúgi upp á Steingrím J. og Geir Haarde. Nú er vörn Péturs Gunnarssonar að verja sig með því að kenna um heimildarmanni sínum sem var fullur á bar í Reykjavík og hafði þar eftir öðrum fyllri söguna um fund Steingríms J. og Geirs Haarde. Var hann ekki blaðamaður útfarinn í vönduðum vinnubrögðum Moggans þessi drengur eins og forseti borgarstjórnar? Fennir fljótt í þau spor. Bloggarinn ungi kann greinilega ekki að ...
Þór

Lesa meira

VIRÐUM STARFSHEIÐURINN

Gott þið viljið virkja! Ég hef þá misskilið ykkur fram til þessa dags en ef VG vill virkja er allt í fína lagi! Varðandi áhættumat þá vil ég segja þetta. Ég er sjálfur verkfræðingur og þekki talsvert til við hönnunarferli. Það er einhver mikill misskilningur á ferðinni eða eitthvað annað. Áhættumat heitir á ensku Risk Assessment og er notað til að meta áhættu af notkun þeirrar vöru sem hönnuð er t.d. vélum af ýmsum gerðum, rafföngum og einnig mannvirkjum á borð við stíflur. Það er oft hluti af hönnunarvinnu að gera áhættumat og þá ber hönnuðinum sjálfum að meta áhættuna, gera matið. Það er óþarfi af stjórnmálamönnum að láta svo líta út sem eitthvað gruggugt sé við það...
Sveinn V. Ólafsson

Lesa meira


VEGAMÁL Í ÍSLANDI Í DAG

...Það er sagt að tímasetningar séu heppilegar í pólitíkinni. Sumt af því sem maður er farinn að sjá í ljósvakanum er eins og raunveruleikasjónvarp. Þarna ræddu til dæmis tveir fyrrverandi starfsmenn Halldórs Ásgrímssonar um stjórnmál og fóru létt með að ræða um það eitt sem kom formanni borgarráðs vel. Eins og bein sending frá morgunverðarfundi í kosningastjórn á Hverfisgötunni. Blekkibragð (manipulation) á hæsta stigi, sorgleg þróun í þessum þætti hjá Stöð 2. Af hverju ræða fjölmiðlamenn þetta ekki á vefsíðum sínum? ...
Sigurjón

Lesa meira

MÉR VERÐUR ÓGLATT!

Sunnudags-Mogginn flytur forsíðuákall þeirra Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra um sátt um Ríkisútvarpið. Upplýst hefur verið að þeir eru búnir að hækka launin við sig sjálfa - alla vega Páll, hinn bíður sennilega  knékrjúpandi  en vongóður. Búnir eru þeir að reka gamla og gegnumheila samstarfsmenn og nú biðja þeir um sátt um sjálfa sig! Ekki meiri óvissu um RÚV segja þeir! Ég er búinn að vera...
Starfsmaður RÚV - bráðlega ohf.

Lesa meira


LÝÐRÆÐIÐ FÓTUM TROÐIÐ...FRAMHALD

Ég greindi félaga mínum frá því í trúnaði, að það væri ég, sem hefði skrifað um aðkomu Samorku að stækkun álversins í Straumsvík. Hann gerði strax athugasemd við að ég skrifaði ekki undir nafni. Það virkaði ekki sterkt að fara í felur með skoðanir sínar. Ég tek undir þetta, en þau mál og málavextir geta komið upp að þegnarnir verða að geta tjáð sig undir dulnefni. Þegar svo er tel ég engin betur til þess fallinn en þingmaður minn og formaður BSRB, að birta á síðu sinni ...
Fyrrum starfsmaður Landsvirkjunar

Lesa meira

FRAMSÓKN AFSKRIFUÐ Í REYKJAVÍK AF EIGIN MÖNNUM

Einn þriggja hörðustu framsóknarbloggaranna og sá sem er nánast tengdur forystumönnum Framsóknarflokksins fyrr og nú fjallar sem fyrr um VG í nýlegum bloggpistli sínum. Efnið er Framtíðarlandið og leið þeirra til að fá alþingismenn til að gera samning við sig fyrir hönd landsins. Þar er greint frá því hverjir hafi skrifað uppá hjá Framtíðarlandinu og vakin sérstök áhersla á umhverfisráðherranum með þessum orðum "Mér sýnist Jónína Bjartmars vera eini þingmaður eða þingmannsefni stjórnarflokkanna sem skráð hefur sig á listann." Það er yfirlýsingin um að Jónína sé bara þingmannsefni sem farið hefur fyrir brjóstið á stuðningsmönnum hennar heyri ég. Finnst sumum...
Þór 

Lesa meira

FRÉTTASKÝRINGAR OG KU

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, skrifar lítinn dálk í Morgunblaðið í dag um ku. Tilefnið er útleiðari í Fréttablaðinu, slúðurdálkurinn þar sem stundum er níðst á mönnum rétt eins og DV besætning tiltekins tímabils sé öll komin yfir á Fréttablaðið. Og Davíð tekst vel upp svo sem við var að búast. Útleiðari Fréttablaðsins og umfjöllun seðlabankastjóra um hann beinir sjónum mínum að svokölluðum fréttaskýringum Morgunblaðsins sem birtast nú á forsíðu blaðsins. Eða þeirri ákvörðun Styrmis og Einars að láta tiltekinn blaðamannahóp verða sýnilegri og gefa þeim meira frelsi til að auka spennuna á efni blaðsins, koma því á milli tannanna á fólki. Það er með fréttaskýringar eins og slúðrið. Það er hægðarleikur að setjast niður með...
Ólína

Lesa meira

VIRKJUM DYNJANDA

Nú er svo komið að  margir Íslendingar hafa gleymt einum ástsælasta syni  þessarar þjóðar, Jóni Sigurðssyni forseta. Eins og þeir vita sem til þekkja var Jón fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811 og er því farið að styttast í 200 ára afmæli hans. Jafnhliða því að færri og færri muna eftir þessum mæta manni og öllu því sem hann lagði af mörkum til að þjóðin hlyti fullveldi þá fækkar stöðugt þeim sem byggja það landsvæði sem ól hann, þ.e.a.s Vestfirðina. Það er skylda okkar Íslendinga að gera nú átak og hefja minningu hans til vegs og virðingar á ný og jafnframt að styrkja byggð á æskuslóðum hans. Þess vegna skora ég á alla sanna Íslendinga að standa saman um væntanlega hugmynd ríkIsstjórnarinnar um veglega uppbyggingu á Hrafnseyri. Hvað væri meira við hæfi en reisa þar myndarlegt ....
Grámann í Garðshorni

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar