VIÐ VILJUM GAMLA GÓÐA ÍSLAND TIL BAKA !

Blessaður Ögmundur.
Þið sópið að ykkur fylgi þessa dagana og menn eru að velta fyrir sér skýringum.
Ég hitti marga í mínu starfi og allir ræða þeir pólitík. Ég er þeirrar skoðunar að flestir Íslendingar vilji hreinlega fá gamla góða Ísland til baka, eins og það var fyrir 10-15 árum.

Það eru allir búnir að fá nóg af einkavæðingu, fáránlegum auðmönnum, virkjunum, bankaokri, greiningardeildum lögreglu, olíuforstjórum og lögum sem á að setja til að vernda þetta nýja fyrirkomulag. ( Ný lög um samkepnismál, tryggingafélög eiga að fá aðgang að persónulegustu upplýsingum um þig og alla þína ættingja, reyndar þurfið þið sjálfir að gæta ykkar t.d. í samb. við neteftirlitið ).

Menn vilja fá Ísland afhent aftur eins og það var.
Ég held að það megi velta þessari skýringu fyrir sér, ég þekki nokkuð marga sjálfstæðismenn sem ætla að kjósa ykkur af því að þeir vona að þið getið  komið einhverju af þessu til leiðar.
Bestu kveðjur,
G.B.

Fréttabréf