Fara í efni

HVER Á FAXAFLÓAHAFNIR?

Ögmundur:
Getur þú kannski svarað eða fengið svar við þessum spurningum fyrir mig: Hve á Faxaflóahafnir?

Hvernig stendur á því að þar finnast allt í einu peningar?

Geta Faxaflóahafnir kannski leyst fleiri samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu eins og í Mosfellsbæ eða Hafnarfirði?

Gummi í Mosó

 

Þetta er góð spurning Gummi. Það sem hér er að gerast snertir að mínu mati sjálfan grundvöll stjórnmálanna. Fyrirtæki býðst til að fjármagna framkvæmdir og vill þannig taka stjórnina í sínar hendur. En Faxaflóahafnir eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki heldur í eigu okkar sem byggjum suðvesturhornið.  Ekki vissi ég til þess að yfirflóði í gulli hjá Faxaflóahöfnum - eða hvað? Ætla Faxaflóahafnir að taka lán til framkvæmdanna? Hver borgar síðan framkvæmdirnar? Eiga notendur Sundabrautar að greiða alfarið fyrir verkið eða skattgreiðendur á norð-austurhorni landsins? Ef svo er má spyrja hvort það sé Faxaflóahafna að stýra framvindunni. Það er von að þú spyrjir hvort Faxaflóahafnir ætli sér að taka þátt í framkvæmdum í Hafnarfirði eða þinni heimabyggð, Mosfellsbæ.
Kv.
Ögmundur