Fara í efni

FJARSTÝRING HEGÐUNAR

Ef hægt er að laga til hegðun fólks eftir þínu höfði, þá er það ekki nauðsynlega jákvætt. Það að forstjóri Kók á Íslandi skuli berjast á móti skattlagninu á kók segir okkur ekkert um verðnæmi kóks, heldur aðeins hitt að hann er að reyna að minnka skatta á fyrirtæki sitt. Konsekvent skattlagning væri að hækka verðið upp fyrir greiðslugetu fátækra unglinga, en ekki bara nóg til að gera þeim lífið aðeins leiðara. Ef hegðunarstýring frá Alþingi á rétt á sér, þá mætti hugsa sér milljón prósent skatt á klámblöð, eins á kók. Hegðunarstýring með með tíkall hér og tíkall þar, skiptir aðeins máli í því samhengi að venja fólk við þá pólitísku breytingu sem er að verða í leyni, og frjálslyndir vinstri menn hafa barist gegn af hörku í Evrópu frá stríðslokum. Þetta er barátta gegn hvers kyns flokkun, skráningu og miðlægum upplýsingum um einstaklinga og hópa. (Þessa baráttu þekkir VG vel og barðist til de facto sigurs gegn miðlægm grunni erfðagreiningarmanna); ennfremur er þetta barátta gegn hegðunarstýringu stjórnvalda sem lið í að efla vald ríkisins. Frjálslyndir vinstrimenn hafa þess í stað viljað efla eftirlit með stórfyrirtækjum og kapítali, og talið að þar fælist meiri ógn gegn samfélaginu en í því hvort parkering fer fram yfir tímann. Það er hins vegar erfiðara að hafa eftirlit með kapítalinu og flókinn og illskiljanlegur heimur á köflum. Glæpirnir stærri en hægt er að trúa,. spillingin svo mikil að auðveldara er að gefast strax upp og tala um eitthvað annað. Hvernig eigum við nú að stýra Jóni og Gunnu, þannig að þau fari eftir lífsgildum meiri hlutans, borði ávexti og lesi ekki klámblöð, drekki ekki of mikið brennivín etc. Það er mín skoðun að ef þetta á að vera verkefni stjórnvalda, þá séu þau óþörf. Á meðan stela hinir sterku öllu, ná öllum völdum og stjórnvöld gera rest. Lýðræðið endar sem masókismi og liður í hinni endalausu sókn mannkynsins eftir meiri óþægindum.
BJ

 

Þú ert andvígur hegðunarstýringu með sköttum.  Ég held hins vegar að þú hljótir að fallast á að hegðun eða neysla stjórnist að einhverju leyti af verðlagi.  Ef við þá gefum okkur að ekki megi stýra verðlagi með sköttum eða niðurgreiðslu þá ræður framleiðslukostnaður vörunnar einn. þannig yrði kók væntanlega ódýrara en mjólk, gagnstætt því sem nú er. Ekki þætti mér það heppilegt.  Reynslan kennir að markaðsöflin eru fjarri því að vera ætíð bestu stýriöflin. Það getur til dæmis verið ágætt að styðjast við líkindareikning í bland við skynsemi. Það sýnist mér Lýðheilsustöð hafa gert.
Ögmundur