Fara í efni

SÝNUM ÍSLENSKA FÁNANUM ÞÁ VIRÐINGU SEM HONUM BER

Sæll Ögmundur og gleiðlegt ár. Það gleður mig að þú hafir tekið á móti þjóðfána okkar, sem barist var fyrir, við sjálfstæði þessarar þjóðar. Ég hef fylgst með baráttu Péturs, fyrir meiri virðingu fyrir þjóðfána okkar og réttri notkun hans. Hvernig er það eiginlega með prótokol meistara Forseta embættis og allra ráðuneyta, hafa þeir ekki skyldum að gegna til að farið sé að lögum um notkun þessa sameinigartákns og stolts okkar, sem barist var svona mikið fyrir? Ég hef búið langt burtu þ.e. á Nýja Sjálandi og þar er fáninn okkar heilagur Íslendingum í orðsins fyllstu merkingu þess orðs. Getið þið alþingismenn, sett lög um notkun fánans þ.e. fánalög og getið þið síðan ekki séð til þess að framkvæmdin sé samkvæmt lögunum? Heiðursmenn eins og Pétur Kristjánsson eru því miður orðnir vandfundnir og ber að taka það alvarlega þegar þegn þessa lands getur bent á að þeir sem setja lögin, framfylgi þeim ekki. Það er nauðsynlegt að gefa þessu máli ekki bara gaum, heldur að gera eitthvað annað en svæfa þetta í nefnd. Nefndin ef svo færi myndi ekki sofna svo glatt, ef Pétur yrði í henni. Með þjóðarstolt að vopni, áfram Íslendingar Kveðja til þín Ögmundur.
Jóhannes Arason

Ég þakka þér kærlega bréfið Jóhannes. Ég er sammála þér, að sjálfsögðu á að fara eftir þeim lögum sem sett eru, hvað þá að hálfu þeirra sem falið hefur verið að gegna lykilstöðum í þjóðfélaginu. Ég er einnig sammála þér að Pétur Kristjánssson á heiður skilið fyrir sitt starf og nefnd með honum innanborðs um þetta málefni væri góð hugmynd.
Með kveðju,
Ögmundur