Fara í efni

ER ÓMARI EKKI ÓSKAÐ TIL HAMINGJU?

Þú segir í erindi þínu "FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!" að stjórnmálaforingjar hafi verið í boði Alcan. Er það þess vegna sem enginn stjórnmálaforingjanna, ekki einu sinni VG, óskaði Ómari Ragnarssyni til hamingju með að vera valinn Maður ársins 2006?
Guðmundur Jónsson

Ekki veit ég hversu hægt menn áttu um hamingjuóskir þarna í fréttasettinu á gamlársdag. En Ómar Ragnarsson hitti ég í dag í stórskemmtilegu fimmtugsafmæli Kristjáns Hreinssonar, skálds, sameiginlegs vinar okkar Ómars. Þar óskaði ég Ómari hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna enda enginn maður betur að henni kominn en hann að mínu mati.
Kv. Ögmundur