AÐ HRUNI KOMINN 2007
...En hvað um víngjafir almennt, hafa þær tilætluð áhrif á
þiggjandann eins og þið kommarnir viljið vera láta? Rannsóknir sýna
ótvírætt að svo er ekki. Í 95% tilvika gleymist gefandinn eða þá að
þiggjandinn kennir gefandanum um ýmis asnaprik sem hann...
Þjóðólfur
Lesa meira
...En Guðfríður Lilja Grétarsdóttir benti réttilega á það í
Silfri Egils í gær að í sínum huga snerist þetta alls ekki um eina
flösku af víni heldur væri þetta fyrst og fremst táknrænt um það
hvernig stjórnmála- og fjármálaheimurinn væru að renna saman
í einn graut. Þetta er mergurinn málsins, ekki ein rauðvínsflaska
til eða frá. Össur Skarphéðinsson sagðist í sama þætti hafa fengið
gjafir frá samtökum fatlaðra. Ágætt, enginn að amast við því
enda ...
Haffi
Lesa meira
Ég sendi þotuliði landsins mínar bestu nýárskveðjur með óskum um
hundruða milljarða gróða...
Loptur
Lesa meira
Mér berst blaðið 24Stundir inn um bréfalúguna daglega. Í gær var
þar grein eftir Helga Hjörvar, alþingismann, að mæra
Sjálfstæðisflokkinn og mátti hann vart vatni halda yfir því að fá
að vera með Íhaldinu í ríkisstjórn. Öðru vísi mér áður brá því sami
Helgi gekk hart fram í gagnrýni á fyrri ríkisstjórn, þ.e. þegar
Framsókn sat með Íhaldinu á sama stað og Samfylkingin situr nú.
Þetta er svoldið skrítið þegar haft er í huga að engin breyting
hefur orðið á stjórnarstefnunni nema þá helst að nú er harðar
gengið eftir...
Sunna Sara
Lesa meira
Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi
inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna ". Sá þó
engin svör eða frekari umræðu. Var eitthvað meira fjallað um
þetta og ef svo, er hægt að ...
Freyr
Lesa meira
Nú fer það fjöllum hærra að ungir Samfylkingarmenn ætli að skera
upp herör gegn ráðningu héraðsdómara á Akureyri. Finnst það vera
mál málanna að lýsa á hinar pólitísku tengingar við ráðninguna.
Gott og vel, ágætt að einhverjir nenni að hugsa um þetta sem
mér finnst þó varla geta talist mál málanna. Það sem mér finnst
vera mál málanna er að ungt Samfylkingarfólk skuli taka því
þegjandi að Þjórsánni sé fórnað á altari stóriðju,
heilbrigðiskerfið einkavætt, lagst í duftið fyrir hernaðarhyggju
Bush og NATÓ - allt án þess að heyrist múkk frá hinni ungu
Samfylkingu. Dauðaþögn. Ungu Samfylkingarfólki virðist vera
...
Grímur
Lesa meira
Ættingjum okkar og vinum, sem og landsmönnum öllum, sendum
við...
Sigurfljóð Hermannsdóttir og fjölskylda
Lesa meira
Ungur var ég að árum þegar ég las ljóð Einars Benediktssonar,
Einræður Starkaðar, og enn hefur sá mannúðar boðskapur sem
þar er að finna ekki liðið mér úr minni. Oft finnst mér að
"hneykslunarhellur" nútímans, sem ekkert "misjafnt mega sjá", mættu
að ósekju lesa þetta ljóð Einars. Þar á meðal eru
"samviskuhellurnar" sem súpa nú hveljur yfir því að nýskipaður
héraðsdómari...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sér þingflokkur VG ekki sæng sína upp reidda? http://dv.is/frettir/lesa/2138
...
Hjörtur
Lesa meira
Ég þakka fyrir að þú skulir vekja athygli á grein Rúnars
Vihjálmssonar, prófessors í heilsuhagfræði, um íslenska
heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Ég las þessa grein og er ég þér
sammála um að þeir sem nú stýra ferðinni í heilbrigðisráðuneytinu
verða að svara röksemdum manna á borð við Rúnar, áður en þeir setja
allt upp í loft. Ráðherra verður að svara rökum með rökum. Ágæt
grein Gunnars Alexanders Ólafssonar, sem þú einnig vitnar í, hafði
farið framhjá mér en Dahlgren að sjálfsögðu ...
Haffi
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum