AÐ HRUNI KOMINN 2007
...En hvað um víngjafir almennt, hafa þær tilætluð áhrif á
þiggjandann eins og þið kommarnir viljið vera láta? Rannsóknir sýna
ótvírætt að svo er ekki. Í 95% tilvika gleymist gefandinn eða þá að
þiggjandinn kennir gefandanum um ýmis asnaprik sem hann...
Þjóðólfur
Lesa meira
...En Guðfríður Lilja Grétarsdóttir benti réttilega á það í
Silfri Egils í gær að í sínum huga snerist þetta alls ekki um eina
flösku af víni heldur væri þetta fyrst og fremst táknrænt um það
hvernig stjórnmála- og fjármálaheimurinn væru að renna saman
í einn graut. Þetta er mergurinn málsins, ekki ein rauðvínsflaska
til eða frá. Össur Skarphéðinsson sagðist í sama þætti hafa fengið
gjafir frá samtökum fatlaðra. Ágætt, enginn að amast við því
enda ...
Haffi
Lesa meira
Ég sendi þotuliði landsins mínar bestu nýárskveðjur með óskum um
hundruða milljarða gróða...
Loptur
Lesa meira
Mér berst blaðið 24Stundir inn um bréfalúguna daglega. Í gær var
þar grein eftir Helga Hjörvar, alþingismann, að mæra
Sjálfstæðisflokkinn og mátti hann vart vatni halda yfir því að fá
að vera með Íhaldinu í ríkisstjórn. Öðru vísi mér áður brá því sami
Helgi gekk hart fram í gagnrýni á fyrri ríkisstjórn, þ.e. þegar
Framsókn sat með Íhaldinu á sama stað og Samfylkingin situr nú.
Þetta er svoldið skrítið þegar haft er í huga að engin breyting
hefur orðið á stjórnarstefnunni nema þá helst að nú er harðar
gengið eftir...
Sunna Sara
Lesa meira
Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi
inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna ". Sá þó
engin svör eða frekari umræðu. Var eitthvað meira fjallað um
þetta og ef svo, er hægt að ...
Freyr
Lesa meira
Nú fer það fjöllum hærra að ungir Samfylkingarmenn ætli að skera
upp herör gegn ráðningu héraðsdómara á Akureyri. Finnst það vera
mál málanna að lýsa á hinar pólitísku tengingar við ráðninguna.
Gott og vel, ágætt að einhverjir nenni að hugsa um þetta sem
mér finnst þó varla geta talist mál málanna. Það sem mér finnst
vera mál málanna er að ungt Samfylkingarfólk skuli taka því
þegjandi að Þjórsánni sé fórnað á altari stóriðju,
heilbrigðiskerfið einkavætt, lagst í duftið fyrir hernaðarhyggju
Bush og NATÓ - allt án þess að heyrist múkk frá hinni ungu
Samfylkingu. Dauðaþögn. Ungu Samfylkingarfólki virðist vera
...
Grímur
Lesa meira
Ættingjum okkar og vinum, sem og landsmönnum öllum, sendum
við...
Sigurfljóð Hermannsdóttir og fjölskylda
Lesa meira
Ungur var ég að árum þegar ég las ljóð Einars Benediktssonar,
Einræður Starkaðar, og enn hefur sá mannúðar boðskapur sem
þar er að finna ekki liðið mér úr minni. Oft finnst mér að
"hneykslunarhellur" nútímans, sem ekkert "misjafnt mega sjá", mættu
að ósekju lesa þetta ljóð Einars. Þar á meðal eru
"samviskuhellurnar" sem súpa nú hveljur yfir því að nýskipaður
héraðsdómari...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sér þingflokkur VG ekki sæng sína upp reidda? http://dv.is/frettir/lesa/2138
...
Hjörtur
Lesa meira
Ég þakka fyrir að þú skulir vekja athygli á grein Rúnars
Vihjálmssonar, prófessors í heilsuhagfræði, um íslenska
heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Ég las þessa grein og er ég þér
sammála um að þeir sem nú stýra ferðinni í heilbrigðisráðuneytinu
verða að svara röksemdum manna á borð við Rúnar, áður en þeir setja
allt upp í loft. Ráðherra verður að svara rökum með rökum. Ágæt
grein Gunnars Alexanders Ólafssonar, sem þú einnig vitnar í, hafði
farið framhjá mér en Dahlgren að sjálfsögðu ...
Haffi
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum