AÐ HRUNI KOMINN 2007
...En hvað um víngjafir almennt, hafa þær tilætluð áhrif á
þiggjandann eins og þið kommarnir viljið vera láta? Rannsóknir sýna
ótvírætt að svo er ekki. Í 95% tilvika gleymist gefandinn eða þá að
þiggjandinn kennir gefandanum um ýmis asnaprik sem hann...
Þjóðólfur
Lesa meira
...En Guðfríður Lilja Grétarsdóttir benti réttilega á það í
Silfri Egils í gær að í sínum huga snerist þetta alls ekki um eina
flösku af víni heldur væri þetta fyrst og fremst táknrænt um það
hvernig stjórnmála- og fjármálaheimurinn væru að renna saman
í einn graut. Þetta er mergurinn málsins, ekki ein rauðvínsflaska
til eða frá. Össur Skarphéðinsson sagðist í sama þætti hafa fengið
gjafir frá samtökum fatlaðra. Ágætt, enginn að amast við því
enda ...
Haffi
Lesa meira
Ég sendi þotuliði landsins mínar bestu nýárskveðjur með óskum um
hundruða milljarða gróða...
Loptur
Lesa meira
Mér berst blaðið 24Stundir inn um bréfalúguna daglega. Í gær var
þar grein eftir Helga Hjörvar, alþingismann, að mæra
Sjálfstæðisflokkinn og mátti hann vart vatni halda yfir því að fá
að vera með Íhaldinu í ríkisstjórn. Öðru vísi mér áður brá því sami
Helgi gekk hart fram í gagnrýni á fyrri ríkisstjórn, þ.e. þegar
Framsókn sat með Íhaldinu á sama stað og Samfylkingin situr nú.
Þetta er svoldið skrítið þegar haft er í huga að engin breyting
hefur orðið á stjórnarstefnunni nema þá helst að nú er harðar
gengið eftir...
Sunna Sara
Lesa meira
Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi
inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna ". Sá þó
engin svör eða frekari umræðu. Var eitthvað meira fjallað um
þetta og ef svo, er hægt að ...
Freyr
Lesa meira
Nú fer það fjöllum hærra að ungir Samfylkingarmenn ætli að skera
upp herör gegn ráðningu héraðsdómara á Akureyri. Finnst það vera
mál málanna að lýsa á hinar pólitísku tengingar við ráðninguna.
Gott og vel, ágætt að einhverjir nenni að hugsa um þetta sem
mér finnst þó varla geta talist mál málanna. Það sem mér finnst
vera mál málanna er að ungt Samfylkingarfólk skuli taka því
þegjandi að Þjórsánni sé fórnað á altari stóriðju,
heilbrigðiskerfið einkavætt, lagst í duftið fyrir hernaðarhyggju
Bush og NATÓ - allt án þess að heyrist múkk frá hinni ungu
Samfylkingu. Dauðaþögn. Ungu Samfylkingarfólki virðist vera
...
Grímur
Lesa meira
Ættingjum okkar og vinum, sem og landsmönnum öllum, sendum
við...
Sigurfljóð Hermannsdóttir og fjölskylda
Lesa meira
Ungur var ég að árum þegar ég las ljóð Einars Benediktssonar,
Einræður Starkaðar, og enn hefur sá mannúðar boðskapur sem
þar er að finna ekki liðið mér úr minni. Oft finnst mér að
"hneykslunarhellur" nútímans, sem ekkert "misjafnt mega sjá", mættu
að ósekju lesa þetta ljóð Einars. Þar á meðal eru
"samviskuhellurnar" sem súpa nú hveljur yfir því að nýskipaður
héraðsdómari...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sér þingflokkur VG ekki sæng sína upp reidda? http://dv.is/frettir/lesa/2138
...
Hjörtur
Lesa meira
Ég þakka fyrir að þú skulir vekja athygli á grein Rúnars
Vihjálmssonar, prófessors í heilsuhagfræði, um íslenska
heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Ég las þessa grein og er ég þér
sammála um að þeir sem nú stýra ferðinni í heilbrigðisráðuneytinu
verða að svara röksemdum manna á borð við Rúnar, áður en þeir setja
allt upp í loft. Ráðherra verður að svara rökum með rökum. Ágæt
grein Gunnars Alexanders Ólafssonar, sem þú einnig vitnar í, hafði
farið framhjá mér en Dahlgren að sjálfsögðu ...
Haffi
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum