AÐ HRUNI KOMINN 2006
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir þessa mjög svo góðu heimasíðu
þína, hún er öðrum til eftirbreytni. En eitt er það sem hefur verið
að trufla mig undangengnar vikur, það eru ummæli þín um bankana og
þátt þeirra í vaxandi ójöfnuði hér á landi. Áður en ég geng að
kjörborðinu nú á vori komanda verð ég að vita hvort þetta sé
eitthvað sem þú og þínir flokksbræður-og-systur komið til með að
...
Sigurjón Njarðarson
Lesa meira
...Lokaði Davíð ekki "vitleysumræðunni" um Íraksstríðið með
yfirlýsingu um að það væru allir Írakar himinlifandi með innrásina
utan að það væru einhverjar hnippingar og minniháttar áflog í einum
fimm hreppum sem litlu máli skiptu náttúrlega í svona stóru
samhengi. Og enn koma mér í hug orð eins bóndans og sóknarbarns afa
míns fyrir vestan þegar hann bar sig upp vegna ósmekklegrar orðræðu
granna sinna um hann ómaklega: "Ef þetta eru menn, séra Árni, af
hverju er ég þá ekki eitthvað meira en maður".
Árni Gunnarsson frá Reykjum.
Lesa meira
Hlustaði á ritstjóra Morgunblaðsins segja frá lífi sínu og
samferðamanna sinna í kvöld og fannst hann mannlegur af því hann er
augsýnilega breiskur. Hann sagði frá því af hverju hann kaus á
þessari öld að birta ekki einkagögn sem hann gerði útá á síðustu
öld. Hér á ég við hin persónulegu Baugsgögnin annars vegar, sem
hann geymdi í skúffu sinni, og hins vegar SÍA skjölin sem hann
birti á sínum tíma þótt gögnin væru bæði persónuleg og
stolin. Birting á hvoru tveggja fór fyrir dómsstóla. Mér fannst
hann líka mannlegur af því hvernig hann talaði um vini sína sem
hann leggur sig fram um að halda góðu sambandi við. Það rennur líka
í honum réttlætistaug í samfélagsmálum. Kannski var það þess vegna
sem þeir kölluðu hann...
Ólína
Lesa meira
Mig langar til að forvitnast um hvort ykkur v.g. sé alvara með
að auka réttlæti þeirra innflytjenda sem hér búa hvað varðar laun
og húsnæði? og hvort að þið hafið kannað hvort að Íslendingar myndu
láta bjóða sér að búa við þær aðstæður sem margir ss. Pólverjar
þurfa að búa við þ.e. í gámum sem staðsettir eru á vinnusvæðum.
Dæmi eru gámar við nýja Ikea húsið og Loftorku í Borgarnesi og
fyrir ofan Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ. Ég er nefnilega að finna mér
stað í flokki ...
Hrönn Guðmundsdóttir,
Lesa meira
...Við veltum fyrir okkur af hverju sjónvarpið hefði tekið að
sér að betrekkja strætó í Reykjavík með auglýsingum um "upplýst
fólk". Ein okkar sem býr á Akureyri sagði að þetta ráðslag stingi í
augu utanbæjarmanns sem heimsækti borgina þessa dagana. Önnur velti
fyrir sér hvort auglýsingafé þessu væri ekki betur varið í
framleiðslu innlends menningarefnis sem útvarpsstjóranum er svo
tamt um að halda á lofti í aðdraganda einkavæðingar og sumir
listamenn lofa og prísa. Kannske eru þeir í auglýsingageiranum? Svo
ræddum við hvernig á því stæði að stofnun sem stærir sig af
metáhorfi kvöld eftir kvöld, stofnun sem nýtir sér ríkistryggða
yfirburði gagnvart keppinaut á markaði sem reyndar horfir upp á
hrun á hlutabréfamarkaði meðal annars vegna frumvarps
menntamálaráðherra, teldi sig þurfa að..
Ólína
Lesa meira
...Það er ekki nóg að vera endalaust að þvarga um virkjanir og
mengun á meðan að fólk á hvorki til hnífs né skeiðar, á meðan að
geðfatlaðir eiga vart húsaskjól, á meðan að spilafíklar hafa í fá
hús að venda, á meðan að alkahólistar horfa örvæntingafullir á
fagaðila þrasa um hæfi hvers annnars, á meðan að ungar stúlkur
ganga kaupum og sölum á götum borgarinnar. Við sem erum í VG þurfum
að staldra við nú þegar að nálgast kosningar og þó fyrr hefði verið
- það er fátækt á Íslandi og böl af öllum sortum, það er það sem
fyrst þarf að laga. Segiði mér svo af virkjunum og grænum
túnum...
Guðmundur Br.
Lesa meira
...Málið um verðsamráð olíufélaganna hefur loksins verið
dómtekið. Samkvæmt öruggum heimildum Valhallar er þessi óvænta
stefna sem málið hefur nú tekið mikill léttir fyrir forstjóra
olíufélaganna enda er það samdóma álit þeirra að um venjuleg
tæknileg mistök hafi verið að ræða. Fleira er..
Úr sarpi Þjóðólfs
Lesa meira
Ég vil að þið komist í stjórn og hækkið skattleysismörk - uppí
150. 000. Ég er öryrki og bý í húsnæði sem er 23 fm.. En það
er sumt á stefnuskrá ykkar sem ég er samt mjög hrædd við. Ég þekki
hagfræðinga og þeir eru algjörlega sammála um það að hækka
fjármagnstekjuskatt verði til þess að minna komi í ríkiskassann. Af
hverju ætlið þið þá að gera það? Sjálf er ég sammála um að þetta
skilar minna. Það má heldur ekki gera neitt svona sem veikir
atvinnulífið, svo mikið skil ég, og þarna finnst mér þið stundum
algjörir glannar. Auk þess...
Öryrki
Lesa meira
Hvað finnst þér um að embættismenn í Stjórnarráðinu eru teknir
við því furðulega hlutverki að selja hvalket til Japan eins og fram
hefur komið í fréttum? Mér kom þetta mjög á óvart og eðlilega er
þetta bæði vont fordæmi og afar slæmt afspurnar. Hélt að hlutverk
embættismanna á þeim bæ væri annað mikilvægara en að setja sig í
stöðu Kaupa-Héðins. Á heimasíðu Félags leiðsögumanna http://www.touristguide.is
er sagt frá fundi félagsmanna við Ásbjörn Björgvinsson hjá
Hvalasafninu á Húsavík. Þar kom margt fróðlegt fram um...
Guðjón Jensson,
Mosfellsbæ
Lesa meira
..."Ofurgróðinn" er einfaldlega hlutfall af eigin fé bankans,
því fé sem í honum er bundið, og er nauðsynlegur ef bankinn á að
vera heilbrigður og gegna hlutverki sínu í hagkerfinu. Svo ég komi
aftur á byrjunarreit, þá þýðir ekki í nútímasamfélagi að tala í
upphrópunum og láta eins og einföldustu hagfræðilögmál gildi ekki.
Þá eru menn í reynd að segja að þeir vilji fara yfir í Sovétkerfi
með fullkomlega miðstýrðu hagkerfi án tengingar við framboð og
eftirspurn. Ef það er tilfellið er betra að segja það hreint
út.
Vilhjálmur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum