Fara í efni

HVOR ER HÆGRI SINNAÐRI, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS EÐA SAMFYLKINGAR?

Merkilegt var að fylgjast með þeim Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar rífast um það í Kastljósi Sjónvarpsins hvort væri harðdrægara í skattaniðurskurði. Ingibjörgu Sólrúnu þótti ekki gengið nógu hart fram gagnvart landbúnaði en Geir varðist og sagði að stuðningur við landbúnaðinn yrði skorinn niður með tíð og tíma! Hvort þeirra skyldi vera hægri sinnaðra Geir eða Ingibjörg Sólrún? Ég á engin orð yfir þetta rugl. Sem betur fer eigum við VG að, sem heldur uppi merki félagslegra lausna. Því það eitt er víst, að ef lokað er fyrir innstreymi í skatthirslurnar verða engar félagslegar lausnir.
Haffi