Fara í efni

HJÓLREIÐABRAUTIR Í VEGALÖG ?

Þessu er beint til þín, Ögmundur, sem þátttakanda í forvali Vg 2.des næstkomandi: Kæri frambjóðandi. Munt þú koma til með að beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur í þéttbýli?
Kær kveðja,
Heimir Viðarsson

Sæll. Erindi þínu svara ég játandi. Til þess að fá hjólreiðastíga inn í samræmda samgönguáætlun verða stígarnir að vera inni í vegalögum sem hluti samgöngukerfisins, þar með yrðu þeir eyrnamerktir inn í fjárlög. Þessu til viðbótar þarf að gera ráð fyrir hjólreiðastígum inní skipulagslög sem eðlilegum þætti í samgöngumálum hvers sveitarfélags.

Kveðja,
Ögmundur