Fara í efni

ÁKALL UM HJÁLP

Kæri þingmaður Ögmundur Jónasson. 

 

Ég skrifa þér þetta bréf til þess að vekja athygli einum af afleiðingum hvalveiða.

 

Nú hefur Sjávarútvegsráðherra tekið þá örlagaríku ákvörðun að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.

 

Hann sagði orðrétt í Kastljósi í gærkvöldi "auðvitað munu þessi fáu dýr ekki skila mjög miklu, það er líka mjög ósanngjarnt að bera saman afrakstur af vísindalegum veiðum sem ekki fara fram með þeim hætti að menn séu að ná fram hámarksafrakstri, heldur að reyna að búa til... ná svona ákveðnu úrtaki úr veiðistofninum, þannig að menn þurfi að veiða tiltekið magn á tilteknum stöðum og tilteknum tíma sem er ekki endilega besti tíminn eða aðstæðurnar til að veiða dýrin, þannig að það er mjög ósanngjarnt að vera að bera saman annars vegar vísindalegar veiðar og hinsvegar atvinnurekstur sem á að lúta markðaslögmálum og hagnaðarlögmálum... og það er auðvitað það sem við þurfum hinsvegar að gera í framtíðinni og það er það skref sem verið er að stíga núna að færa hina fjárhagslegu ábyrgð frá vísindaveiðunum til atvinnuveiðanna, þannig að sá sem stundar atvinnuveiðarnar hvort sem það eru hrefnumenn eða Hvalur hf eða einhverjir aðrir í framtíðinni, þá verður það hin fjárhagslega ábyrgð, rekstrarleg ábyrgð í höndunum á þeim sem munu stunda þetta, þeir verða að standa og falla með því".

 

Frá því að vísindaveiðarnar hófust árið 2003 höfum við séð mikinn mun á hegðun hrefnunnar.  Svokallaðir skoðarar eða gæfar hrefnur sem komu alveg að hvalaskoðunarbátunum hefur fækkað og nýliðið sumar hefur verið mjög erfitt að þessu leiti, þessi dýr hafa nánast ekki sést.  Ástæðan fyrir þessu teljum við vera að með vísindaveiðunum hefur hrefnan orðið styggari og reynir að forast alla báta eins og hægt er.

 

Ef markaðslögmálið á eingöngu að ráða eins og ráðherrann sagði í Kastjlósi og hvalveiðimenn fá að veiða hrefnur óheft inni í Faxaflóa, mun það þýða endalok hvalaskoðunar í flóanum.  Hvalveiðimenn munu reyna að hámarka hagnaðinn og lágmarka kostnaðinn og veiða hrefnur hvar sem til þeirra næst. 

 

Það verður að friða Faxaflóann fyrir öllum hvalveiðum.

 

Ég bið þig að íhuga þetta því þetta er ákall um hjálp.

 

Hafsúlan hvalaskoðun hefur gert út á hvalaskoðun síðan 1998.  Í sumar vorum við með 14 starfsmenn, fyrirtækið er ekki rekið með tapi og fær enga styrki frá hinu opinbera í sinn rekstur.

 

Hér fyrir neðan er bréf sem við fengum í júní á þessu ári og annað sem kom í morgun.

Þetta eru aðeins sýnishorn af þeim bréfum sem við höfum fengið.

 

_________________________________

 

Bestu kveðjur / Best regards

 

Einar Steinþórsson

Hafsúlan hvalaskoðun / Whale Watching Centre

Tel.: +354 533 2660

Fax: +354 421 2517

GSM: +354 899 8550

www.whalewatching.is

hafsulan@hafsulan.is

 

 

 

Þetta bréf fengum við í morgun.

 

Hi. I have just sent a long letter of complaint to your Tourist Board about the resumption of whaling by Iceland. As I informed them, we had contemplated a trip to Iceland to go whale -watching, but as long as your country indulges in the barbaric killing of these fabulous ceratures we will NEVER come to Iceland. Yours Faithfully, Mike, Jill & Laura Martin

Bréf sem við fengum 20. júní 2006.

Dear Sirs and Madam ! Originally i was planning to visit island and your company for whalewatching this year. When i heard on the news, that island, norway and japan just tried to get more possibilities to hunt and kill whales at the iwc in st.Kitts, i made the decision not to visit your country. Apparantly it is your aim also to kill species which are in danger of surviving like blue whales for example. Therefore i think it is very important to tell more people in germany abou the activities of your country, norway and japan. It is a joke to visit whalewatching tours on the one hand and to accept, that island will kill more and more whales in the future. So you should be aware of the fact, that you will get more and more problems in getting tourists to island. I can promise, that i will do my best to get as much publicity as possible to convince people here in germany not to come to your country until you commit yourself to protect those animals, which are the basis for your company.
With best regards,
Stephan Laack from Köln in Deutschland