AÐ HRUNI KOMINN Október 2006
Lærið þið aldrei neitt, þið vinstri menn? Ekki einu sinni af
reynslunni? Og svo er mótsögnin í umræðum ykkar og rökum brosleg. Í
einu orði kvartið þið yfir skattahækkunum og í öðru yfir
skattalækkunum! Þið virðist ekki skilja enn að því minna sem hið
opinbera hrifsar til sín af fjármagni sem í umferð er
því betur vinnur fjármagnið í þjóðfélaginu...
Gunnar Th. Gunnarsson
Lesa meira
...Almenningur er á móti því að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið.
Engan hef ég hitt sem er sáttur við þá gjörð. Nema nokkra verktaka,
kvikmyndaframleiðanda og músíkanta, sem ég sé skrifa hástemmdar
greinar um hve hamingjusamir þeir séu yfir þessu frumvarpi.
Eitthvað fara þessi skrif viðskiptavina RÚV fyrir brjóstið á mér.
Kannski á að skoða þetta sem fyrirhyggju í viðskiptum. Ekki kann ég
að meta hana. Mér finnst meira að segja lítið til hennar
koma.
Sunna Sara
Lesa meira
Hvers vegna tapar maður í prófkjöri Íhaldsins sem ber höfuð og
herðar yfir mótframbjóðendur sína hvað varðar vitsmuni og atgervi?
Það gerir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem ekki nær öðru sæti
eins og hann vildi en hafnar í því þriðja sem hann vildi ekki.
Björn hefur margt til að bera og ótvíræða kosti umfram
mótframbjóðendur sína, en samt ...
Haffi
Lesa meira
Ég þakka þér svar við spurningu minni um Samvinnutryggingar
(hér). Ég hefði átt að vita að þar leyndist Finnur
Ingólfsson. En hvað um það, ekki amalegt að vinna hjá ekki
fyrirtæki á ofur launum. Sjá frétt af ruv.is .Hver er réttur okkar
viðskiptavina Samvinnutrygginga í samvinnufélaginu? Hvað borgaði
þetta fyrirtæki í kosningasjóð ...
Fyrrverandi viðskiptavinur Samvinnutrygginga.
Lesa meira
...Í úrskurði þessum er fyrrum framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins fært á silfurfati á 3ja hundrað milljónir
króna í bætur fyrir eignanám á 3,6 ha spildu við Rauðavatn.
Rökstuðningur nefndarinnar er sérstaklega allra athygli verður:
hver fermetri í eigu fyrrum framkv.stj. er metinn á verði og lagt
til grundvallar hæsta fermetraverð sem greitt hefur verið fyrir á
höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að verulegur hluti þessarar einna
dýrustu lóðar Íslandssögunnar verður einungis helgunarsvæði
samgöngumannvirkja, vega og hringtorgs! Þar verður sennilega lítið
byggt, kannski ekki nokkur skapaður hlutur. Þá er gróður á
spildunni metinn á 6.4 milljónir eða meira en góð frístundalóð
kostar! Dýr myndi allur gróðurinn í Kárahnjúkadölum verða
metinn...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
...Ég vildi benda þér á blekkingarfrumvarp Samfylkingarinnar,
sem nú er í bígerð. Það ætlar að rætast sem ég óttaðist: Boðað
frumvarp Jóhönnu og Margrétar um skerðingu á eftirlaunum "æðstu
manna"er fyrirlitleg blekking...Andstaða þjóðarinnar við
eftirlaunalögin byggðist ekki á því að fyrrverandi ráðherrar gætu
verið í fullu starfi og þegið jafnframt eftirlaun. Þann agnúa
afhjúpuðu fjölmiðlar mánuðum eftir að lögin voru samþykkt.
Andstaðan byggðist á forréttindahyggjunni sem grasseraði í
frumvarpinu, eins og þú veist... Ekkert hálfkák, enga uppgerð,
engar blekkingar. Hér er uppkast að frumvarpi...
Hjörtur Hjartarson
Lesa meira
Ég hef lesið greinar þínar um samskipti þeirra Jóns Baldvins,
Steingríms Hermannssonar og Svavars Gestssonar af athygli. Ég er
sammála þér að auðvitað áttu þeir tvímenningar að koma hreinna fram
gagnvart Svavari. Mér finnst það sannast sagna aumt af þeim að geta
ekki viðurkennt það og beðist afsökunar. Hitt ætla ég þó að sé rétt
að hvorugur þeirra JBH né SH hafi trúað nokkru misjöfnu upp á SG
varðandi Austanmenn. Það gerði þjóðin ekki heldur eins og þú
reyndar segir. Í ljósi þessa þykir mér þú gera of mikið úr þessum
landráðabrigslum. Þau voru aldrei sett fram nema þá af einstaka
öfgamanni sem vildi sverta vinstri menn og halda Rússagrýlunni á
lífi. Ástæðan fyrir því að Svavar varð fyrir skeytum nokkurra hægri
öfgamanna var einfaldlega sú að hann var mjög öflugur talsmaður
vinstri stefnu. Þess vegna var reynt að grafa undan honum og gera
hann ótrúverðugan. Aldrei hef ég hins vegar ...
Samfylkingarmaður sem áður var í
Alþýðubandalagi
Lesa meira
...Ég er sammála þér og Sunnu Söru, hvað komu Roman Abromovits
og hans líka til landsins snertir. Mér skilst að Roman Abromovits
sé góðvinur Ólafs Ragnars og konu hans...Kemur hann með Bónus
flugvél, eða í sinni eigin? Ögmundur, við eigum nóg af okkar eigin
heimabökuðu þjófum sem eru ekkert betri miðað við fólksfjölda, og
eftir er að afgreiða...
Úlfljótur
Lesa meira
Ég las um það í Blaðinu að Roman Abromovits, Chelsea-eigandi,
væri kominn til Íslands í opinberri heimsókn á vegum
forsetaembættisins. Ef ég man rétt þá er var Abromovits einna
afkastamestur í hópi þeirra manna sem stálu eignum rússnesku
þjóðarinnar á einkavæðingartímanum í Rússlandi. Finnst þér rétt
Ögmundur að bjóða stórþjófi í opinbera heimsókn til Íslands,
jafnvel þótt Íslendingar geti hagnast á því? Mér finnst það ekki.
Forsetaembættið á að...
Sunna Sara
Lesa meira
...Ef markaðslögmálið á eingöngu að ráða eins og ráðherrann
sagði í Kastjlósi og hvalveiðimenn fá að veiða hrefnur óheft
inni í Faxaflóa, mun það þýða endalok hvalaskoðunar í
flóanum. Hvalveiðimenn munu reyna að hámarka hagnaðinn og
lágmarka kostnaðinn og veiða hrefnur hvar sem til þeirra
næst. Það verður að friða Faxaflóann fyrir öllum
hvalveiðum....Hafsúlan hvalaskoðun hefur gert út á hvalaskoðun
síðan 1998. Í sumar vorum við með 14 starfsmenn, fyrirtækið
er ekki rekið með tapi og fær enga styrki frá hinu opinbera í sinn
rekstur. Hér fyrir neðan er bréf sem við fengum í júní á þessu ári
og annað sem kom í morgun...
Einar Steinþórsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum