AÐ HRUNI KOMINN September 2006
...Ég sé ekki betur en allskonar lið sé nú orðið óskaplega grænt
og sjái ekkert því til fyrirstöðu að sameina bæði umhverfisverndina
og þjónkun undir alheimskapítalið. Hefði þá ekki verið betra að við
sossarnir sem ekki skrifum upp á einkavinavæðinguna og
sjálftökukerfið hefðum gefið skít í Samfylkingarkratismann og
haldið áfram að andæfa græðginni á hreinum vinstri forsendum? Ég
var að lesa eitthvað eftir einhvern nýjan Samfylkingarmann sem var
eins og dæmigerður já og nei maður, og talaði um umhverfismálin
eins og hreinræktaður Framsóknarmaður og að það væri hægt að vera
hvorki til hægri né vinstri og bara taka svona meðaltalið af þessu
öllu saman. Ég held hann heiti Dofri ...
Jónatan
Lesa meira
Iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins
er illa upplýstur og fer með ósannindi um stöðu
virkjanamála í Skagafirði.
Allt er til reiðu fyrir Villinganesvirkjun, aðeins skortir leyfi
sveitarstjórna. Nýr meirihluti Samfylkingar og Framsóknar í
sveitarstjórn Skagafjarðar hefur gefið grænt ljós á að fórna
Jökulsánum og vill heimila bæði Villinganesvirkjun og
Skatastaðavirkjun á skipulagi.
Í þættinum "Ísland Í Dag" á NFS í
gærkvöldi var Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formaður
Framsóknarflokksins spurður um afstöðu til virkjana í Jökulsánum í
Skagafirði. Ráðherrann svaraði spurningunni á þann veg að
virkjanaáformin í Jökulsánum væru mjög skammt á veg komin og
aðeins hefði verið veitt rannsóknaleyfi fyrir Villinganesvirkjun en
virkjunarleyfi hefði ekki verið veitt.
Þetta er rangt hjá ráðherranum. Með...
Skagfirðingur
Lesa meira
Er Kárahnjúkavirkjun hægra og vinstra hvel allrar hugsunar hjá
VG ?...
Kalli
Lesa meira
Ögmundur, í viðtali við Morgunblaðið, miðvikudaginn 13/9
sl., var Alain Belda, aðalsforstjóri ALCOA m.a.
spurður um ástæðu þess að einungis stæði til að nota
þurrhreinsibúnað í stað þurrhreinsi- og vothreinsibúnaðar.
Hann bar fyrir sig niðurstöður Skipulagsstofnunar, sem
nýlega birti álit um umhverfismat álversins. Þar kemur
fram að báðir kostir væru fullnægjandi til að halda loftmengunneðan
tilgreindra marka! Þessi hluti svars forstjórans er vel að merkja
réttur. Skipulagsstofnun grundvallar sitt álit á þeirri
mengunarviðmiðun, sem gildir innan Evrópusambandins. Þar nýtast
ALCOA þeir einstöku kostir að fá tækifæri til að hleypa mun meira
magni mengandi efna út í andrúmsloftið yfir Íslandi vegna
"hreinleika loftsins", en ella væri ef á Íslandi væri mengandi
iðnaður fyrir.
Sveinn
Lesa meira
... öll röskun á rafmagnsflæði frá Kárahnjúkum yrði ekkert annað
en rothögg fyrir íslenskt efnahagslíf og reyndar sýnist mér að
skaðinn yrði enn meiri en Sigurður áætlar. Eftir að hafa sett allar
breytur inn í dæmið er niðurstaða mín sú að þjóðin mundi tapa 952
milljörðum króna á tveimur árum. Og rétt er að hryðjuverkaöflin til
vinstri svari eftirfarandi spurningu; hvar ætla þau að sækja það
fjármagn? Á kannski ...
Jón Bisness, athafnaskáld
Lesa meira
Sæll! Mig langaði bara til að komast að því hvað er að gerast
þarna við Eyjabakka. Nú er það þannig að ég þekki mann sem er að
vinna þar sem gröfumaður(og er búinn að vera það í ca. ár) og hann
segir að það sé verið að sökkva Eyjabökkum svona án þess að segja
neinum. Hann er búinn að vera þarna í langan tíma þannig að þetta
er búið að vera að gerast í einhvern tíma. Það á víst að reisa þar
einhverjar stíflur og læti. Getur það verið? Er þetta rétt hjá
honum? Með kveðju,
Guðrún Beta
Lesa meira
...Það er vissulega fagnaðarefni ef Samfylkingin ætlar að leggja
aukna áherslu á umhverfismál. Þegar talsmenn hennar fjalla um
stefnu VG er hins vegar vinsamlegast mælst til þess að farið sé með
rétt mál.
Sjálfur var ég á sínum tíma fylgismaður Samfylkingarinnar og trúði
á fagurgalann um hina umhverfisvænu stefnu. Eftir atkvæðagreiðsluna
um Kárahnjúka ákvað ég að ég myndi ekki framar láta sannfærast af
fögrum orðum. Eftirleiðis yrðu stjórnmálamenn að sýna mér hug sinn
í verki. Síðan hef ég fylgt VG að málum og líkar það vel. Þar er
stefnan skýr.
Umhverfisvænn félagi í VG
Lesa meira
...Afhverju er ekki löngu búið að beita ályktun 377 í
öryggisráðinu gegn Ísrael og fram hjá Bandaríkjunum?
Jón Þórarinsson
Lesa meira
...Vilja Vinstri græn álverslaust ísland?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson
Lesa meira
...Þetta veit Valgerður Sverrisdóttir, háttvirtur ráðherra og
þingmaður til margra ára, eins vel og ég og því er eðlilegt að
spyrja: Hvenær og með hvaða hætti voru athugasemdir Gríms hraktar
"með vísindalegum rökum"? Hvaða vísindamenn unnu það verk og af
hverju hafa niðurstöður þeirra ekki verið birtar opinberlega?
Einmitt með opinberri birtingu á þessu vinnuferli væri málsvörn
Valgerðar ef til vill aðeins betur borgið. Varla getur það
verið...
Þjóðólfur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum