NÚ BRÁST KASTLJÓSI BOGALISTIN
Sunna Sara Lesa meira
...Mig langar að vita hvaða afstöðu Vinstri græn taki til
fóstureyðinga? Gott væri ef að í svari kæmi fram t.d hvort þið séuð
með eða á móti...
Steini
Í leiðara Fréttablaðsins 29. ágúst fjallar Þorsteinn Pálsson um
þátt Valgerðar í því að leyna upplýsingum fyrir Alþingi. Þorsteinn
telur ekki réttmætt að krefjast afsagnar ráðherrans. Í fyrsta lagi
vegna þess að ráðherranum bar engin lagaskylda til að koma
upplýsingunum á framfæri við Alþingi og hins vegar vegna þess að
ráðherrann verður "ekki sakaður um að hafa hindrað að kjörnir
fulltrúar almennings kæmust á snoðir um efni skýrslunnar. Það má
til að mynda ráða af því einu að skýrslan var afhent Landsvirkjun.
Í stjórn hennar sitja lýðræðislega kjörnir fulltrúar
löggjafarsamkomunnar ...", eins og segir í leiðaranum.
Þetta er hæpin röksemdarfærsla hjá Þorsteini en ...
Hjörtur Hjartarson
Þú talar réttilega um "pólitískt misferli" vegna
þagnarskyldunnar sem sett var á vísindanmenn, sem gagnrýndu
Kárahnjúkaframkvæmdina. Í framhaldinu spyrðu hvernig ríkisstjórnin
ætli að axla ábyrgð. Það er bara eitt að gera. Fyrrverandi
iðnaðarrráðherra, Valgerður Sverrisdótttir á að segja af sér vegna
málsins þegar í stað. Helst vildi ég losna við ríkisstjórnina alla,
ekki bara vegna þessa máls heldur vegna þess hvernig hún hefur
leikið land og þjóð á þeim þremur kjörtímabilum sem hún hefur
setið! Kjósendum gefst sem betur fer tækifæri til þess að hreinsa
út úr Stjórnarráðinu í Alþingiskosningum næsta vor. Það er hins
vegar að mínu mati ...
Haffi
Það var glatt á hjalla hjá þeim Framsóknarmönnum nú um helgina.
Þeir sem töpuðu voru sagðir meiri stjórnmálamenn en áður (hvað sem
það þýðir), sem sé ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnunum. Lítið
var rætt um pólitík, enda stefnan löngu týnd og reyndar óþörf, völd
er grunnur góðrar ráðningarstofu.
Hins vegar var farið með gamanmál, mikið var hlegið af því þegar
Jón Sigurðsson lagði túnþökur hjá Guðna Ágústssyni og græna hliðin
snéri upp, en sem kunnugt er þá er Framsóknarflokkurinn frægastur
fyrir að ...
Runki frá Snotru
Það er alveg hárrétt að virkjanamálin hér í Skagafirði eru á
fullri ferð undir yfirborðinu eins og oddviti VG í Skagafirði vekur
athygli á og þú tekur einnig undir hér á heimasíðu þinni. Fremur
hljótt er farið með þessi áform nú og kæmi mér ekki á óvart að
lítið yrði látið á þeim bera fram yfir næstu kosningar. Í
bænarskjalinu fræga sem forystumenn Sjálfsstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylkingar hér Skagafirði sendu frá sér
sl. vetur lýstu þeir sig reiðubúna til að fórna Jökulánum
undir...
Skagfirðingur
Ég var að hlusta á mjög áhugaverðan þátt Jóns Ólafssonar og
Ævars Kjartanssonar í morgun (sunnud) þar sem fjallað er m.a. um
kenningar bókstafstrúarmanna um Ísrael og endalok heimsins og áhrif
slíkra kenninga á stefnu Bandaríkjanna og stuðning trúarhópa þar
við Ísrael. Þessi þáttur var víst fyrst sendur út 2003 - en er ekki
síður aktúell í dag (sjá ruv.is).
Læt einnig fylgja tengil á magnaða grein um þessi mál sem
birtist í ameríska tímaritinu Vanity Fair (sem varla telst til
byltingarblaða!)...
Jón Þórisson
...Nú svo kemur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri með þau
rök að fjármagnstekjuskatturinn sé í raun allt að því 20-30% þar
sem hann sé reiknaður einu sinni ári og sé greiddur til ríkisins
eftir á. Verðbólguálagið sé þar að auki tapa fjármagnseigenda. En
ég fæ ekki betur séð en verðbólgan vinni einnig með þeim því þeir
greiða mun minna í skatt einmitt vegna verðbólgunnar, þar sem
hundraðkallinn var verðmætari í fyrra en hann er núna. Í raun ættu
fjármagnseigendur að greiða dráttarvexti af skattinum en ekki
öfugt. Það má til sanns vegar færa, að ...
Rúnar Sveinbjörnsson
...Nú ganga margir fram og hneykslast þessi ósköp sem á
undanförnum árum hafa hrósað þessu nýríka útrásarliði og dásamað
dugnað þess og snilld. Ég man ekki eftir því að Morgunblaðið eða
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi tekið mikið undir með ykkur
Vinstrigræningjum þegar þið voruð að andæfa þessari
einkavæðingarstefnu og gróðastefnu, sem auðvitað elur svonalagað af
sér. Hvað halda menn, að það sé hægt að skrúfa hér þjóðfélagið
áfram í átt til græðgis og gróðahyggju á öllum sviðum án þess að fá
fylgifiskana með sem eru...
Gunnar
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd. Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ... Í greinargerðinni segir ... Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...
Lesa meira... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...
Lesa meira... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...
Lesa meiraGlöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...
Lesa meira...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...
Lesa meiraFjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...
Lesa meira