Fara í efni

DRAUMALANDIÐ VEKUR LÍF Í GÖMLUM GLÆÐUM

Sæll Ögmundur og takk fyrir gott aðgengi. Ég er 34 ára læknir búsettur og starfandi í Svíþjóð eins og er en stefni að sjálfsögðu á að flytja aftur til Íslands, ef eitthvað verður eftir af landinu. Ég hélt mig hafa þvegist af allri vinstrihneigð í Svíþjóð þar sem þar er ansi margt sem sannarlega mætti betur fara og vinstri stjórn verið lengi að. Rangt hjá mér. Eins og vonandi með marga aðra vaknaði heldur betur líf í "gömlum" glæðum og logar glatt nú eftir lestur Draumalandsins og ég spyr því: "Getur maður treyst á það að VG muni gera allt sem mögulegt er til að stöðva nauðgun landsins og rifta samningum við álrisana takist að gera VG að ríkjandi afli á Alþingi?" Þakkir og vonir um svör.
Kveðja,
Vallitralli

Þakka þér bréfið. Því mátt þú treysta að VG mun gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinda ofan af stóriðjustefnunni og reyndar ýmsum öðrum þáttum í núverandi stjórnarstefnu.
Kveðja,
Ögmundur