Fara í efni

ÁRNI ÞÓR EÐA 8. MAÐUR ÍHALDSINS? VERÐUR VILHJÁLMUR BORGARSTJÓRI Á LAUGARDAG?

Svo getur farið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri á sunnudaginn kemur ef  hrakspár rætast. Hvað gerist þá?

 

1. Þá verður einkabíllinn aðalviðmiðun allra samgöngumála í borginni þrátt fyrir mengun og  allt það pláss sem fer undir vaxandi umhverfismannvirki; mislæg gatnamót um allan bæ, og Hringbrautarskrímslið verður um allan bæ.

 

2. Þá verður leikskólinn ekki ókeypis.

 

3. Þá verða skólamáltíðir ekki ókeypis.

 

4. Þá verða frístundaheimili ekki ókeypis.

 

5. Það mun ekkert gerast í málefnum aldraðra því þau mál eru á  hendi ríkisins sem hefur lagt hald á Framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkinu stjórna Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn saman.

 

6. Fjármunum verður varið í gæluverkefni fremur en velferð og menntun, faglegri nálgun og skólamálum verður hafnað.

 

7. Áhrif borgarbúa verða að engu höfð.

 

8. Lóðaúthlutanir verða ákveðnar í Valhöll handa þeim  byggingameisturinn sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

 

9. Allir æðstu embættismenn borgarinnar verða úr Sjálfstæðisflokknum.

 

Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur kunnað að fela þennan veruleíka í kosningabáráttunni; en reynslan sýnir staðreyndirnar frá því að Vilhjálmur lét af völdum fyrir 12 árum.

 

Eina leiðin til að hindra kosningasigur íhaldsins er kosningsigur VG. Allar skoðanakannanir benda til þess að baráttan sandi milli VG og D; annað hvort verður það Árni Þór eða áttundi maður íhaldsins.

Sigurður Bjarnason