AÐ HRUNI KOMINN Maí 2006
Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík á sumt sammerkt með
Bush hinum bandaríska. Þá er ég ekki að tala um stuðninginn við
innrásina í Írak sem Bush, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur studdu.
Ég er að hugsa til þess að báðir ...
Haffi
Lesa meira
Ég legg til að sýni úr íhaldsmanni verði send í
erfðagreiningu! ...Frjálshyggjustefna og auðvaldshyggja ásamt
gengdarlausri fyrirgreiðslupólitík og sóðaskap, á kostnað þeirra
verst settu í þjóðfélaginu. Skrítin pólitík og aumkunnarverð. Ég
ætla rétt að vona að finnist mótefni við þessari lífseigu
íhaldsveiru, allavega fyrir næstu alþingiskosningar. Sendum samt
samúðarkveðjur til allra sjálfstæðismanna í von um skjótann bata
:)
Valgeir
Lesa meira
Hafið þið Vinstri Græn ekki áhyggjur af aukinni umferð bíla og
strætóa t.d. þegar að nýtt hverfi rís þar sem Reykjavíkurflugvöllur
er núna...?
Jón Þórarinsson
Lesa meira
...Lengi vel bar herferð framsóknarauðvaldsins engan árangur,
fylgið bifaðist ekki. Síðustu daga hefur hins vegar sigið á
ógæfuhliðina og á sjálfan uppstigningardag gerast þau ótíðindi að
fulltrúi EXBÉ tekst skyndilega á loft, kemst í 6% fylgi í
skoðanakönnun, og mun samkvæmt því brjóta sér leið inn í
Ráðhúsið. Eins og útlitið er í dag eru því talsverðar líkur á því
að peningamafíu Framsóknarflokksins muni takast að selja borgarbúum
auglýsingahannaðan loforðapakka sinn. Og þeim mun verra er að nú
virðist sú óskastaða upp komin í kortum milljarðamæringanna að þeir
geti látið fulltrúa sinn ná nytinni úr borgarkúnum í notalegri og
góðri samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Víst er að spjallið í því
fjósinu mun ekki snúast um nein velferðarmál, það verður ekki einu
sinni raupað eða hlegið á laugardagskvöldum að geggjuðum hugdettum
eins og til að mynda flugvelli á Lönguskerjum. Nei, í því
fjósi verður fyrst og fremst rætt um hörðu pakkana, Orkuveitu
Reykjavíkur og annað bitastætt sem skella má upp á veisluborð
einkavinanna og kostunaraðilanna...
Þjóðólfur
Lesa meira
...það hefur gert R-listanum lífið leitt í mörgum málum
meðal annars vegna þess að Ingibjörg Sólrún lúffaði alltaf fyrir
hótunum Alfreðs um að fara með íhaldinu. Nú
er Framsóknarflokkurinn farinn að leita eftir stuðningi
með því að segja að það sé verra að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni
einn. Já, það er nefnilega það. Það þarf aðallega að hindra þann
möguleika að a) Sjálfstæðisflokkurinn stjórni einn og b) að
stjórnarflokkarnir hirði ráðhúsið. Hvort tveggja er
jafnbölvað. Ef Framsókn kemur einum manni að og
íhaldið sjö þá eru ...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Eins og ég á kyn til lifna ég allur við þegar peningar í eigin
vasa eru annars vegar. Mig langar því að leggja örfá orð í belg
undir lok kosningabaráttunnar og einkum vegna þeirra tilboða sem
Björn Ingi Hrafnsson og hans ágæta exbé-framboð hefur gert mér og
minni fjölskyldu í einföldum skiptum fyrir atkvæði. Fyrst vil ég
víkja að því rausnarlega tilboði að senda okkur hjónunum 500 þúsund
krónur eftir söluna á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það er
auðvitað engin spurning að svona pólitík kann ég að meta, kannast
reyndar aðeins við hana úr pússi ...
Jón Bissnes
Lesa meira
Nýjasta útspil Björns Inga Hrafnssonar...er loforð um að flytja
Esjuna nær miðbænum nái hann kjöri í borgarstjórn n.k. laugardag.
Með flutningnum vill hann mynda öflugan skjólvegg gegn
norðanáttinni í Kvosinni og nágrenni...Degi B. Eggertssyni,
borgarforingja Samfylkingarinnar, finnst hugmyndin spennandi. Hann
telur þó rétt að setja málið fyrst í þverfaglegan rýnihóp og
...Ólafur helgi, oddviti Frjálslyndra og syndlausra, er algerlega á
móti flutningnum enda sé fjallið náttúruminjar rétt eins og
flugvallarperlan í Vatnsmýrinni. Þá undirstrikar hann sérstöðu
Frjálslyndra og syndlausra í þessu sem og öðru og segir
að...Græningjunum sé ekki treystandi í stóra Esju-málinu fremur en
í öðru. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur flutninginn vel koma til
greina enda geti með honum skapast ....
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég var að lesa pistil þinn um Jeltsínpólitík Framsóknarflokksins
þar sem flokkurinn reynir beinlínis að kaupa sér atkvæði. Þú
spyrð "Á hvaða vegferð er Framsóknarflokkurinn
eiginlega?" Þarf að spyrja að því? Kjósendur geta ekki ætlast
til neins af þeim flokki lengur, hann svíkur öll loforð, meira að
segja kvartmilljónin mun aldrei skila sér. Sá leikur að lofa
beingreiðslum við einkavæðingu er ekki nýr af nálinni. En hefur
einhver orðið var við þær eða þá ávinninginn af einkavæðinginni? Ég
held þær hafi líka ...
Haffi
Lesa meira
Svo getur farið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri
á sunnudaginn kemur ef hrakspár rætast. Hvað gerist þá?
1. Þá verður einkabíllinn aðalviðmiðun allra samgöngumála í
borginni þrátt fyrir mengun og allt það pláss sem fer undir
vaxandi umhverfismannvirki; mislæg gatnamót um allan bæ, og
Hringbrautarskrímslið verður um allan bæ.
2. Þá verður leikskólinn ekki ókeypis.
3. Þá verða skólamáltíðir ekki ókeypis.
4. Þá verða frístundaheimili ekki ókeypis.
5. Það mun ekkert gerast í málefnum aldraðra því þau mál eru
á hendi ríkisins sem hefur lagt hald á Framkvæmdasjóð
aldraðra. Ríkinu stjórna Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn
saman...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Nýlega varð til nýr meirihluti í borgarráði og vakti
athygli: Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. En þetta
var ekki í fyrsta sinn; staðreyndin er sú að allt kjörtímabilið
hefur þessi stjórnmálaflokkur látið á sér kræla í
borgarstjórn eða allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn missti
meirihlutann 1994. Í borgarstjórn voru þá eins og kunnugt er tvær
fylkingar; Sjálfstæðisflokkurinn og Reykjavíkurlistinn.
Fljótlega varð til í einu og einu máli bandalag þeirra félaga. Það
er ein skýringin á ofurvöldum Alfreðs Þorsteinssonar að Vilhjálmur
hefur alltaf ...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum