AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2006
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og nú
einnig borgarforingi Framsóknar, fylgdist að eigin sögn með
baráttufundi reykvísks launafólks í fyrra. Þótti honum æði fámennt
á þessum baráttufundi - enda ekki nema von. Hann var, eða fylgdist
með fundi á Lækjartorgi. Baráttufundurinn var hins vegar á
Ingólfstorgi. Á þessu vakti ég athygli hér í lesendahorninu 6. maí
á síðastliðnu ári, sbr. upplýsingar á...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Það sem mér blöskrar einna mest, er að ALCOA skuli voga sér
þá bíræfni að bjóða "the Economist" með óþjóðlegan áróður sinn til
Íslands, til að narra fleiri sér líka til föðurlands
vors. Hafa þeir hreinlega tekið Ísland eignarnámi og
farnir að stjórna beint, sem sé ekki í gegnum "Sjálfstæðisflokkinn"
og "Framsóknarflokkinn"? Eða eru nornir og spunakarlar hér að
verki?
Ég vona að...
Úlfljótur
Lesa meira
Haffi sem stundum er að skrifa inn á síðunni hjá þér er að
undrast á ráðstefnunni sem Steingrímur J. vakti athygli á í
Mogganum og velta fyrir sér liðinu sem þar á að safna saman undir
merkjum stóriðjustefnunnar og útsölu á orkunni og náttúrunni. Mér
finnst þetta nú allt saman frekar einfalt. Liðið sem hefur bullandi
efasemdir um það að við Íslendingar getum yfir leitt klárað okkur
sjálfir og rekið hér okkar eigið og gott samfélag leggst alltaf
flatt ef einhverjir útlendingar sýna okkur áhuga. Nú finnst mönnum
svo merkilegt að Economist skuli hafa uppgötvað Ísland að
ólíklegasta fólk leggur nafn sitt við svona útsölu kynningu á
landinu og náttúrunni... Það er aldeilis kostaboð að fá að
koma og hlusta á Halldór, Árna fjármálaráðherra og Ingibjörgu
Sólrúnu tala undir þessum formerkjum, í einn dag, fyrir 160 þúsund
eða meira. Eru það ekki eins og hálfs mánaðar laun hjá starfsfólki
á elliheimilunum? Í hvaða heimi lifir þetta fólk? Heldur það að
...
S. Pálsson
Lesa meira
Ég á vægast sagt engin orð yfir ósvífni Alcoa og íslenskra stuðnigsfyrirtækja að bjóða Economist til að efna hér til frjálshyggjuhátíðar til að fagna einkavæðingu undangenginna ára og örva fjölþjóðlega auðhringa til að sækja í orku okkar landsmanna á komandi árum fyrir eiturspúandi stóriðjuver sín. Steingrímur J. Sigfússon reifar þetta ágætlega í Morgunblaðsgrein sinni í dag sem þú einnig birtir hér á síðunni. Hann talar þar um að ekkert nema "stofuhreinir stuðningsmenn Kárahnjúkavirkjunar" komist á umræðupall á þessari makalausu ráðstefnu sem kostar vel á annað hundrað þúsund krónur að sækja. En hverjir skyldu vera hinir stofuhreinu? Ég sé í bæklingnum, sem þú gefur slóðina fyrir, að...
Haffi
Lesa meira
...Ekki tekst betur til en svo að hugmyndasmiðirnir skila til
kjósenda berrössuðum flokki, hugsjónalausum og klyfjuðum sviknum
loforðum. Þetta gera þeir m.a. með endurvinnslu á gömlum og
innantómum slagorðum. Þá skreyta þeir plaggið með stolnum fjöðrum
úr smiðjum annarra framboða, stundum bregða þeir einfaldlega á leik
sér og öðrum, nema þá kannski einhverjum framsóknarmönnum, til
nokkurrar skemmtunar. Og þegar allt um þrýtur gefa þeir loforð um
merkilegar framkvæmdir en sem þegar eru orðnar að veruleika. Hér á
eftir verður stiklað á stóru til frekari kynningar á stefnuskránni
og ofangreindum niðurstöðum til stuðnings...Loks vil ég drepa á tvö
atriði sem ég veit ekki fyrir víst hvort ímyndarhönnuðir
auglýsingastofunnar gerðu sér til skemmtunar, eða af vanþekkingu
einni saman, að setja inn í stefnuskrána svokölluðu loforð um
málefni sem þegar hefur verið unnið dyggilega að á vegum
borgaryfirvalda og þarfnast engrar sérstakrar endurvinnslu. Þannig
boðar Framsóknarflokkurinn nú "sjóminjasafn á Grandagarði", safn
sem var formlega opnað með pompi og prakt fyrir ári síðan, einmitt
á þeim stað sem Framsóknarframboðið telur ákjósanlegan. Þeim mun
meira kemur þetta á óvart þar sem forstöðumaður Sjóminjasafnsins
heitir...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Þetta gerist með því að RÚV verður skipt í
almannaþjónustufyrirtæki og samkeppnisrekstur með fullri
aðgreiningu. Undir samkeppnishattinum getur RÚV, eða útvarpsstjóri,
ákveðið að stofna fyrirtæki með öðrum, og nú skal ég taka fyrir þig
dæmi: Morgunblaðið, Síminn og Páll Magnússon ákveða að koma á fót
framleiðslufyrirtæki sem hefur að markmiði að framleiða íslenskan
spennuþátt í tíu þáttum. Morgunblaðið leggur fram 100 milljónir
króna í fyrirtækið, Síminn 100 milljónir og Páll Magnússon leggur
til aðstöðu, tæki og "know how" sjónvarpsins fyrir 100 milljónir
króna. Fyrirtækið Mosírúv framleiðir svo þessa tíu þætti sem
fjármagnaðir eru af KB banka. En þá þarf að fá einhevrn til að
kaupa þættina og greiða bæði hagnað og fjármagnskostnað! 365
miðlarnir hafa ekki áhuga og þættirnir seljast ekki fyrsta kastið á
erlendum vettvangi. Kemur þá ekki sjónvarpið sterkt inn. Páll
Magnússon ákveður að kaupa þættina tíu af Mosírúv fyrir hluta af
nefskattinum sem öllum er gert að ...
Ólína
Lesa meira
RÚV-frumvarpið er dæmigerð framsóknarhraksmán, flutt af íhaldinu og
er ekkert
nema skref á einkavæðingarleiðinni. Ég er satt að segja alveg
gáttaður á Framsókn að láta draga sig á þessum asnaeyrum, og
tvennar kosningar í uppsiglingu. Það er eins og flokkurinn sé
haldinn sjálfseyðingahvöt þessi árin. Fyrir utan háeffið í RÚV
frumvarpinu er nefskatturinn tóm endaleysa eins og ríkisskattstjóri
hefur bent á. RÚV er prinsipp, mannréttindamál jafn sjálfsagt að
hafa aðgang að og að vatninu. Við borgum fyrir vatnið í
gegnum...
hágé
Lesa meira
Undir forystu forsætisráðherra Framsóknarflokksins er boðuð
einkavæðing á öllum sviðum. Ekki er því úr vegi að spyrja: Hversu
langt er ríkisstjórnin tilbúin að ganga? Búið er að markaðsvæða
bankana, fjarskiptin, póstþjónustuna, raforkufyrirtækin svo fátt
eitt sé nefnt, og stefnt að því að auka enn á einkavæðinguna.
Stjórnin vill halda áfram og markaðsvæða Landsvirkjun,
Ríkisútvarpið og ÁTVR. Við þetta er að bæta að...Nú liggur til að
mynda fyrir að stórlega skortir á umræðu um efnahagsmál og þann
veruleika sem blasir við að verðbólgan er komin af stað, skuldir
heimilanna aukast og efnahagskerfið veikist. En í stað þess
að...
Hjálmar frá Hóli
Lesa meira
...Alla vega vottar ekki fyrir trúverðugleika hjá Framsókn í þessu efni eftir að hún lak niður í RÚV-málinu og nú síðast gagnvart Íbúðalánasjóði. En þótt Framsókn og Íhald séu runnin saman í eitt er ekki þar með sagt að Ríkisstjórnarflokkurinn sé samstiga. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ræður yfirformaðurinn, Halldór Ásgrímsson, ekki við neitt á sama tíma og undirformaðurinn, Geir H. Haarde, er alltaf í útlöndum og því fjarri góðu gamni. Á meðan logar þjóðarskútan stafna á milli. Slæmt að...
Haffi
Lesa meira
...Það er alls óeðlilegt að fulltrúar tveggja púkaflokka sem
rétt mörðu meirihluta í síðustu alþingiskosningum, og samkvæmt
skoðanakönnunum eru nú sennilega í minnihluta, þar sem annar þeirra
er líklegast horfin af sjónarsviðinu sem stjórnmálaflokkur,
skuli voga sér að ræna eignum þjóðarinnar í þágu
einkavæðingarinnar. Og ekki nóg með það því nú stendur til að láta
greipar sópa um Ríkisútvarpið og þá ómetanlegu menningarsjóði sem
þar eru. Slíkt væri meira en furðulegt, það væri svívirðilegt! Ég
er einnig sammála Ólínu um að það sé í meira lagi slappt, svo ekki
sé dýpra tekið til orða, að "stjórnarandstaðan", þar með
verkalýðshreyfingin, menningafrömuðir og aðrir góðir Íslendingar,
skuli hreinlega láta þetta landráð viðgangast! Núverandi stjórnvöld
hafa fyrir löngu...
Úlfljótur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum