Fara í efni

VEIÐIFÉLAGI VARAFORSETANS FÉKK FYRIR HJARTAÐ

Það ætlar ekki af veiðifélaga varaforseta Bandaríkjanna að ganga ef marka má fréttavef Ríkisútvarpsins. Bandaríski lögmaðurinn Harry Whittington, sem Dick Cheney varaforseti skaut við kornhænuveiðar um helgina, var aftur lagður inn á gjörgæsludeild í dag eftir vægt hjartaáfall. Búist er við að hann verði á sjúkrahúsi næstu daga á meðan hann er að ná sér. Cheney varaforseti er sagður hafa rætt við Whittington í dag eftir hjartaáfallið. Um efni viðræðnanna er ekki vitað á þessu stigi en þess má geta að Cheney er ekki eingöngu reynslubolti í sportveiðum. Hann er einnig gamalreyndur hjartasjúklingur og getur því vafalaust miðlað félaga sínum Harry af reynslu sinni á því sviði.
Helgi Þ.