Fara í efni

SJÓNVARPIÐ TIL MÓTVÆGIS VIÐ FJÁRMAGNIÐ

Sigurvegarinn í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Ekkert nema gott um það að segja. Mikilvægt er hins vegar að Sjónvarpið láti eitt yfir alla ganga í þessu efni. Ekki minnist ég þess að Svandís Svavarsdóttir oddvita Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hafi verið boðið til slíks viðtals í Kastljósinu. Ég nefni þetta ekki einvörðungu af umhyggju fyrir VG heldur einnig af umhyggju fyrir Ríkisútvarpinu. Það er ekki ennþá búið að hlutafélagavæða það. Það er ennþá okkar allra og ber sem slíku að gæta hlutleysis og jafnræðis. Ekki veitir nú af að gæta að því á tímum þar sem vald auðsins færist í aukana.
Haffi