ÞINGMENN BÚI VIÐ SÖMU EFTIRLAUNAKJÖR OG AÐRIR

Mig langar að vita hvernig það gat gerst að ráðamenn þjóðarinar haga sér eins og hálfvitar og að ekkert sé gert í því t.d. að heimta afsögn þeirra. Og hérna er ein hugmynd til að spara útgjöld hjá ríkinu: Segja upp öllum starfslokasamningum. Þingmenn eru ekkert of góðir til þess að lifa af eftirlaunum eins og aðrir í þessu landi. Lækkið launinn hjá þeim launahæstu hjá ríkinu því það er ekki hægt að borga vanhæfum einstaklingum himinháar fjárhæðir á mánuði sérstaklega þar sem launabilið eyksst og fátækt hefur örugglega ALDREI verið meiri.
Magnús Freyr Ingjaldsson´

Ég er þér sammála að þingmenn og ráðherrar eiga að vera í lífeyrissjóði með öðrum starfsmönnum ríkisins. Annað er óréttlætanlegt með öllu enda eftirlaunalög þingmanna og ráðherra blettur á Alþingi.
Með kveðju,
Ögmundur

Fréttabréf