Fara í efni

SKERT FERÐAFRELSI BLINDRA

Heill og sæll félagi. Sá þitt ágæta svar varðandi hundahaldið. Eitt langar mig til að hnippa í þig með. Blindum er óheimilt enn að ferðast með blindrahundi í strætó í Reykjavík, einu höfuðborg Norðurlanda sem þannig háttar til um í málefnum blindra.
Kveðja,
Borgþór

Heill og sæll og þakka þér bréfið. Þetta er góð ábending og nokkuð sem borgaryfirvöld hljóta að skoða. Þetta eru í reynd hömlur á ferðafrelsi blinds manns en fróðlegt væri að heyra hvaða rökum er teflt fram gegn því að heimila þetta.
Kveðja,
Ögmundur