SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR VILL EINKAVÆÐA

Nú vill Íhaldið einkavæða Landsvirkjun. En hvað þá með Íhaldið í borginni?? Vill það einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur?? Og ef þeir neita því eins og ég geri ráð fyrir. Er þeim treystandi fyrir fyrirtækinu eftir þá ályktun sem kom frá landsfundinum???
Sigurður H. Einarsson

Sæll Sigurður og þakka þér bréfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á þeim buxum að gera Orkuveituna að hlutafélagi. Innan R-listans voru einnig slík sjónarmið til. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að fyrst og fremst voru það fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem komu í veg fyrir að svo var gert.
Nei, Sjkálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir Orkuveitunni.
Með kveðju,
Ögmundur

Fréttabréf