Fara í efni

NÝSKIPAÐUR ÚTVARSPSSTJÓRI SETUR EKKI LANDSLÖG

Þá er Páll Magnússon orðinn útvarpsstjóri. Vonandi klárar hann sig í því starfi. Ekki þótti mér lofa sérlega góðu að hann fór að lofa umdeilt frumvarp menntamálaráðherra. Ég heyrði alla vega ekki betur, eða heyrði ég ekki rétt, að hann segði í einhverju viðtalinu að ný útvarpslög yrðu samþykkt fyrir áramót? Þarf ekki samþykki Alþingis til þess? Varla var Páll skipaður til að taka yfir verkefni þingsins, eða hvað?
Orri

Ekki heyrði ég fréttir og get því ekki staðfest þetta. En það er rétt hjá þér Orri að Alþingi setur lögin og á að gera það eftir málefnalega umræðu. Sú umræða hefur ekki farið fram. Það hlýtur nýskipaður útvarpsstjóri að átta sig á. En ég tek undir með þér að vonandi klárar Páll sig vel af starfinu – sem forsvarsmaður stofnunar sem m.a. á að standa vörð um frjálsar og málefnalegar umræður í landinu.
Ögmundur