Fara í efni

Í VÍKING TIL KÍNA

“Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það séu mikil forréttindi fyrir Íslendinga að fá að heimsækja Kína og að forsetaheimsóknin nú sé líklega ein sú mikilvægasta sem forseti hafi farið í um árabili. Hann leggur af stað í kvöld í opinbera heimsókn til Kína ásamt um 200 manna viðskiptasendinefnd um 110 fyrirtækja.” Svo segir í fréttum RÚV.

Þetta er sem sé ekki skemmtiferð heldur á að halda í víking. Ekki svo vitlaus hugmynd. Ef einungis 0.1% Kínverja keyptu fisk af okkur, gætu þessi 0,1% gleypt allan okkar fisk með beinum og roði. Reyndar geri ég ráð fyrir að hin 99,9% þjóðarinnar sem skrimta af 3000 kr. íslenskum á mámuði gerðu sér roðið og beinin að góðu. Þeim er nefnilega í staðinn ætlað að framleið handa okkur föt og allskyns glingur, sem við kaupum hér heima á uppsprengdu verði með flottum merkjum. Ekki ónýtt að geta keypt jakkaföt í Kína á 100 kall og selt þau svo hér fyrir 30 þúsund. Þökk sé forseta vorum.

Samkvæmt sömu frétt þykja það mikil forréttindi að hitta einræðisherrana í Kína eða eins og segir í frétt RÚV: “Kínversk stjórnvöld eru spör á að bjóða þjóðarleiðtogum í opinberar heimsóknir því örfáum er boðið árlega til Kína. Þjóðarleiðtogar víða um heim bíða því í röðum eftir að fá að komast með viðskiptanefndir til Kína.” Ég spyr, hvað höfum við gert af okkur? Hafa þeir heyrt af þeim Halldóri og Davíð.

Ég verð alltaf jafn dapur þegar ég heyri frá stærsta fasistafokki heimsins, sem fótumtreður réttindi verkafólks og bænda og kallar sig kommúnistaflokk. Síðan bíða hin svokölluðu lýðræðisríki í röðum að fá að hitta böðlana í von um skjótfenginn gróða.
Rúnki marxisti