Fara í efni

BANKAR Í FASTEIGNABRASKI

Góðan dag
Ég tók eftir því að þú varst að leita fyrirspurna um banka í fasteignabraski. Mér datt í hug að þú hefðir áhuga á að vita að Frjálsi fjárfestingabankinn er að leika sér að fólki í fasteignakaupum. Ég lenti í að kaupa íbúð af aðila sem Frjálsi fjárfesingabankinn fjármagnaði og sá aðili stóð ekki við sitt og tafðist afhending frá því í nóvember 2004 til mars 2005 en bankinn hafði tekið verkið yfir í febrúarbyrjun, til að bjarga okkur að eigin sögn, en bankinn heimtar síðan fulla lokagreiðslu og vill ekkert tala um bætur fyrir tafir þar sem hann hafi ekki verið seljandinn. Eftir þetta hafa margir sagt mér að þessi banki notist mikið við leppa til að byggja fyrir sig. Einnig vakti það athygli mína að bankar mega lögum samkvæmt ekki stunda fasteignabrask en Frjálsi fjárfestingabankinn á hins vegar fasteignafélagið Hlíðar sem er að kaupa upp mikið af lóðum í Norðlingaholti.
Kveðja,
Friðbjörn