Fara í efni

STOFNANAHYGGJA HJÁ FRAMSÓKN

Það er greinilegt að í forystu Framsóknarflokksins er nú vaxandi áhugi á að Íslendingar haldi inn í í Evrópusambandið. Um þetta fóru fram umræður á nýafstöðnu þingi flokksins. En hvað er að gerast á vettvangi Evrópusambandsins? Ég nefni þjónustutilskipunina sérstaklega sem dæmi um ákvörðun ESB sem kæmi til með að hafa bein áhrif á okkur ef hún yrði samþykkt. Ekki múkk um þetta hjá Framsókn. Enginn áhugi á innihaldi, aðeins umbúðum, bara hrá stofnanahyggjan. Hvort heldur þú að þetta sé sofandaháttur eða að Framsókn sé raunverulega sammála þessari tilskipun eða öðrum þeim ákvörðunum ESB sem sýnt hefur verið fram á að stefnt er gegn réttindum launafólks og því velferðarsamfélagi sem hér hefur verið byggt upp?
Hafsteinn Orrason

Þakka þér bréfið Hafsteinn. Ég held að þetta sé blanda af pólitík þeirra sem nú ráða í Framsóknarflokknum og sofandahætti.
Kveðja,
Ögmundur