Fara í efni

HVAR VAR KJÓLL VALGERÐAR?

Það var frábær hugmynd hjá Björgólfi Guðmundssyni að láta bjóða upp fötin sem hann klæddist þegar hann undirritaði "kaupin" á Landsbankanum og gefa andvirðið í söfnun til bágstaddra. Enn sniðugra var hjá Jóhannesi í Bónus að kaupa gallann á tíu milljónir. Það eina sem vantaði upp á, var að Valgerður iðnaðar- og bankamálaráðherra gæfi kjólinn sem hún var í þegar hún afhenti Björgólfi bankann. Það hefði farið vel á því að Landsvirkjun hefði keypt. Friðrik Sophusson hefði þó sennilega verið ginnkeyptari fyrir Alcoa-kjólnum.
Með kveðju,
Sunna Sara